FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 28. FEBRÚAR 2019

Gistinóttum fækkað um 4% í janúar frá fyrra ári
Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum í janúar síðastliðnum voru um 543.000, en þær voru um 566.000 í sama mánuði fyrra árs. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 323.000. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru 116.000 og um 104.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

Heildarfjöldi gistinátta í janúar dróst því saman um 4,1% milli ára, þar af var 4,5% samdráttur á hótelum og gistiheimilum, 0,9% fækkun á öðrum tegundum gististaða og 6% samdráttur á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður. Einnig voru gistinætur erlendra ferðamanna um 6.000 í bílum utan tjaldsvæða og um 16.000 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða annars staðar þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu.

Greiddar gistinætur ferðamanna 2017-2019

Færri hótelgistinætur á suðvesturhorninu í janúar en fleiri á landsbyggðinni
Gistinætur á hótelum í janúar síðastliðnum voru 266.400, sem er 8% fækkun frá sama mánuði árið áður. Samdráttur var í fjölda gistinátta á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi, en fjölgun í öðrum landshlutum. Um 70% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, eða 187.300.

Á tólf mánaða tímabili, frá febrúar 2018 til janúar 2019, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.449.000, sem er 4% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Gistinætur á hótelum
  Janúar   Febrúar–janúar  
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Alls290.456266.353-84.272.4214.448.7674
Höfuðborgarsvæði204.265187.315-82.591.3312.573.668-1
Suðurnes18.42317.864-3299.544306.4572
Vesturland og Vestfirðir7.0427.90412191.722247.32029
Norðurland10.49610.5771301.566321.7977
Austurland1.5411.6557108.323102.630-5
Suðurland48.68941.038-16779.935896.89515
Þjóðerni
Íslendingar27.16323.508-13409.767455.09911
Erlendir gestir263.293242.845-83.862.6543.993.6683

Herbergjanýting í janúar 2019 var 49,9%, sem er lækkun um tæp 6 prósentustig frá janúar 2018 þegar hún var 55,8%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 2,1% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í janúar var best á höfuðborgarsvæðinu, eða 66,3%.

Framboð og nýting hótelherbergja
  Herbergjafjöldi á hótelum í janúar Herbergjanýting hótela í janúar
2018 2019 % 2018 2019 prst
Alls9.4549.6492,1%55,8%49,9%-5,9
Höfuðborgarsvæði4.9845.0852,0%73,4%66,3%-7,2
Suðurnes6346340,0%54,7%50,1%-4,6
Vesturland og Vestfirðir58564910,9%21,9%22,3%0,4
Norðurland9369804,7%21,2%20,4%-0,7
Austurland264229-13,3%11,7%13,9%2,2
Suðurland2.0512.0721,0%44,3%36,3%-8

Um 91% gistinátta á hótelum var skráð á erlenda ferðamenn, eða 242.800 sem er 8% færra en í janúar 2018. Bretar voru með flestar gistinætur (81.300), síðan Bandaríkjamenn (57.200) og Kínverjar (20.200) en gistinætur Íslendinga voru 23.500.

Gistinætur á hótelum 2016-2019

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun á gistinóttum utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggist á niðurstöðum úr Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar, að teknu tilliti til upplýsinga um virðisaukaskattskylda veltu frá Airbnb og bílaleigum sem leggja áherslu á útleigu viðverubúinna húsbíla. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Tölur fyrir 2018 og 2019 eru bráðabirgðatölur. Um þessar mundir er unnið að frágangi endanlegra talna fyrir gistinætur ársins 2018.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.