Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júlí dróst saman um 1% milli 2018 og 2019. Á hótelum og gistiheimilum varð aukning um 1,7%, á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður varð fækkun um 5,1%, og gistinóttum á öðrum tegundum gististaða fækkaði um 3,0%.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 1.558.000 í júlí síðastliðnum, en þær voru um 1.576.000 í sama mánuði í fyrra. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 716.800, þar af 492.400 á hótelum og 224.400 á gistiheimilum. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru um 599.000 og um 242.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

Greiddar gistinætur ferðamanna 2017-2019

Gistinóttum á hótelum fjölgar um 1%
Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 492.400, sem er 1% fjölgun frá sama mánuði árið áður. Gistinætur á hótelum á höfuðborgarsvæðinu voru 5% færri en í júlí í fyrra, en þeim ýmist fjölgaði eða þær stóðu í stað í öðrum landshlutum. Um 47% allra hótelgistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, eða 232.500, en voru 243.500 í fyrra.

Á tólf mánaða tímabili, frá ágúst 2018 til júlí 2019, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.400.000, sem er 1% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Gistinætur á hótelum
  Júlí   Ágúst-júlí  
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Alls486.790492.35814.350.4624.400.2541
Höfuðborgarsvæði243.516232.552-52.592.0182.504.004-3
Suðurnes33.69337.17710297.268305.5773
Vesturland og Vestfirðir35.91136.0300213.768247.94716
Norðurland47.83653.29211304.867337.87711
Austurland19.20620.4717103.893110.2766
Suðurland106.628112.8366838.648894.5737
Þjóðerni
Íslendingar44.32137.393-16449.875418.482-7
Erlendir gestir442.469454.96533.900.5873.981.7722

Frá júlí 2014 hefur framboð hótelherbergja á landinu farið úr 6.200 herbergjum upp í 10.800, sem er aukning um 74%. Í júlí 2009 voru herbergin 4.600 og hafa því aukist um 133% síðan þá.

Framboð og nýting hótelherbergja 2015-2019

Herbergjanýting í júlí 2019 var 80,8% sem er lækkun um 1,9 prósentustig frá júlí 2018 þegar hún var um 82,7%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 3,4% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í júlí var best á Suðurnesjum, eða 88,0%.

Framboð og nýting hótelherbergja í júlí
  Herbergjafjöldi á hótelum í júlí Herbergjanýting hótela í júlí
2018 2019 % 2018 2019 prst
Alls10.43610.7943,4%82,7%80,8%-1,9
Höfuðborgarsvæði5.1395.2371,9%84,3%80,1%-4,2
Suðurnes62769510,8%91,3%88,0%-3,3
Vesturland og Vestfirðir8278502,8%77,3%73,8%-3,5
Norðurland1.1721.2163,8%73,8%78,3%4,6
Austurland4394410,5%79,1%80,8%1,7
Suðurland2.2322.3555,5%84,1%83,9%-0,1

Um 92% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn, eða 455.000 sem er 3% aukning frá júlí 2018. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (148.700), þar á eftir koma Þjóðverjar (52.600) og Kína (31.400) en gistinætur Íslendinga voru 37.400.

Gistinætur á hótelum 2016-2019

Gistinætur erlendra ferðamanna í bílum utan tjaldsvæða voru um 36.000 og gistinætur hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða annars staðar þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu, voru um 41.000.

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun á gistinóttum utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggist á niðurstöðum úr Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig er byggt á gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar, að teknu tilliti til upplýsinga um virðisaukaskattskylda veltu frá Airbnb og bílaleigum sem leggja áherslu á útleigu viðverubúinna húsbíla. Þetta eru bráðabirgðatölur og geta tekið breytingum með hliðsjón af bættum upplýsingum. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Allar tölur fyrir 2019 eru bráðabirgðatölur.

Talnaefni