FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 05. ÁGÚST 2005


Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um tæp 8% milli ára 

Gistinætur á hótelum í júní árið 2005 voru 121.900 en voru 113.300 árið 2004 (8%).  Hlutfallslega varð mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 10.150 í 12.450 (23%).  Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 71.100 í 79.480 (12%) milli ára og á Austurlandi úr 4.760 í 4.900 (3%). Gistinóttum á hótelum í júní fækkaði hinsvegar á Norðurlandi (-4%) og á Suðurlandi (-11%).

Í júní árið 2005 voru gistinætur Íslendinga á hótelum 18.740 á móti 14.680 árið á undan, sem er tæplega 28% aukning. Gistinóttum útlendinga á hótelum fjölgar hlutfallslega minna eða um 5% milli ára, úr 98.620 í júní árið 2004 í 103.170 í júní árið 2005.

Gistinætur á hótelum í júní 1999-2005

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um rúm 4% fyrstu 6 mánuði ársins
Gistinætur á hótelum fyrstu 6 mánuði ársins 2005 voru 439.960 en voru 421.040 árið 2004 (4%).  Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 31.650 í 37.180 (17%) milli ára og á Norðurlandi úr 30.770 í 32.610 (6%).  Gistinætur á höfuðborgarsvæðinu fyrstu 6 mánuði ársins voru 312.260 en voru 296.730 fyrir sama tímabil árið 2004 (5%).  Á sama tíma fækkaði gistinóttum á Austurlandi um 12%, úr 15.070 í 13.320 og á Suðurlandi um 5%, úr 46.820 í 44.580.

Gistinætur á hótelum fyrstu 6 mánuði ársins 1999-2005

Athygli skal vakin á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið (í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann). 

Tölur fyrir 2005 eru bráðabirgðatölur.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.