Gistinætur á hótelum í júní voru 357.400 sem er 25% aukning miðað við júní 2015. Gistinætur erlendra gesta voru 93% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 27% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 3%.
Flestar gistinætur á hótelum í júní voru á höfuðborgarsvæðinu eða 206.400 sem er 29% aukning miðað við júní 2015. Um 58% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 53.300. Erlendir gestir með flestar gistinætur í júní voru: Bandaríkjamenn með 90.700, Þjóðverjar með 62.100 og Bretar með 36.800 gistinætur.
Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2015 til júní 2016 voru gistinætur á hótelum 3.222.300 sem er 28% aukning miðað við sama tímabil árið áður.
82,6% nýting herbergja á hótelum í júní 2016
Nýting herbergja var best á höfuðborgarsvæðinu í júní eða um 87,4%.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Júní | Júlí–júní | |||||
2015 | 2016 | % | 2014–2015 | 2015–2016 | % | |
Alls | 285.477 | 357.434 | 25 | 2.512.715 | 3.222.292 | 28 |
Höfuðborgarsvæði | 159.668 | 206.364 | 29 | 1.661.850 | 2.107.936 | 27 |
Suðurnes | 16.042 | 15.747 | -2 | 124.374 | 145.216 | 17 |
Vesturland og Vestfirðir | 16.439 | 23.672 | 44 | 112.103 | 140.101 | 25 |
Norðurland | 25.144 | 34.853 | 39 | 171.301 | 225.549 | 32 |
Austurland | 19.150 | 23.530 | 23 | 90.518 | 134.876 | 49 |
Suðurland | 49.034 | 53.268 | 9 | 352.569 | 468.614 | 33 |
Íslendingar | 25.497 | 26.169 | 3 | 329.523 | 346.494 | 5 |
Erlendir gestir | 259.980 | 331.265 | 27 | 2.183.192 | 2.875.798 | 32 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.