Gistinætur á hótelum í júní voru 392.900 sem er 6% aukning miðað við júní 2016. Um 55% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 217.800, sem er 3% aukning miðað við júní 2016. Gistinætur á Suðurnesjum voru 25.800, sem er 55% aukning frá fyrra ári, en einnig var 11% aukning á Suðurlandi, þar sem gistinætur voru 73.200. Gistinætur á Vesturlandi og Vestfjörðum voru 23.000 og á Austurlandi voru þær 16.200, sem í báðum tilvikum er 3% samdráttur frá fyrra ári.
Flestar gistinætur í júní áttu Bandaríkjamenn með 113.300, svo Þjóðverjar með 61.600 og Bretar með 33.600, en íslenskar gistinætur í júní voru 23.800. Gistinætur erlendra gesta voru 94% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum, en þeim fjölgaði um 8% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 15%. Við þessa uppfærslu var tekið upp breytt verklag við mat á áreiðanleika flokkunar gistinátta eftir þjóðernum ferðamanna, sem breytti hlutfalli milli erlendra og íslenskra gistinátta frá því sem ella hefði verið. Þessi fækkun íslenskra gistinátta milli ára skýrist að hluta af því að hlutfall íslenskra gistinátta gæti hafa verið ofmetið í fyrri tölum.
Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2016 til júní 2017 var heildarfjöldi gistinátta á hótelum 4.165.000 sem er 27% aukning miðað við sama tímabil árið áður.
81% nýting herbergja á hótelum í júní 2017
Herbergjanýting í júní 2017 var 81,0%, sem er lækkun um 0,5 prósentustig frá júní 2016 þegar hún var 81,5%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 8,5%, mælt í fjölda herbergja. Nýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu, eða um 87,6%.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Júní | Júlí–júní | |||||
2016 | 2017 | % | 2015–2016 | 2016–2017 | % | |
Alls | 369.243 | 392.894 | 6 | 3.273.902 | 4.165.232 | 27 |
Höfuðborgarsvæði | 210.770 | 217.819 | 3 | 2.126.839 | 2.582.203 | 21 |
Suðurnes | 16.699 | 25.841 | 55 | 156.366 | 256.520 | 64 |
Vesturland og Vestfirðir | 23.646 | 23.020 | -3 | 141.804 | 182.035 | 28 |
Norðurland | 35.264 | 36.753 | 4 | 226.375 | 295.296 | 30 |
Austurland | 16.694 | 16.227 | -3 | 89.136 | 109.460 | 23 |
Suðurland | 66.170 | 73.234 | 11 | 533.382 | 739.718 | 39 |
Íslendingar | 27.963 | 23.840 | -15 | 353.538 | 428.464 | 21 |
Erlendir gestir | 341.280 | 369.054 | 8 | 2.920.364 | 3.736.768 | 28 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2017 eru bráðabirgðatölur.
Enn er unnið að því að uppfæra tölur fyrir fyrri ár til samræmis við það að sveitarfélagið Höfn í Hornafirði telst nú með Suðurlandi, í stað Austurlands áður.