Gistinætur á hótelum í maí voru 273.700 sem er 25% aukning miðað við maí 2015. Gistinætur erlendra gesta voru 88% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 29% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 4%.
Flestar gistinætur á hótelum í maí voru á höfuðborgarsvæðinu eða 169.600 sem er 22% aukning miðað við maí 2015. Um 62% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 42.300. Erlendir gestir með flestar gistinætur í maí voru: Bandaríkjamenn með 65.000, Þjóðverjar með 35.500 og Bretar með 30.400 gistinætur.
Á tólf mánaða tímabili frá júní 2015 til maí 2016 voru gistinætur á hótelum 3.150.700 sem er 28% aukning miðað við sama tímabil árið áður.
65,5% nýting herbergja á hótelum í maí 2016
Nýting herbergja var best á höfuðborgarsvæðinu í maí eða um 79,2%.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Maí | Júní - maí | |||||
2015 | 2016 | % | 2014-2015 | 2015-2016 | % | |
Alls | 219.006 | 273.701 | 25 | 2.467.040 | 3.150.733 | 28 |
Höfuðborgarsvæði | 139.520 | 169.628 | 22 | 1.643.050 | 2.061.240 | 25 |
Suðurnes | 11.658 | 11.496 | -1 | 120.872 | 145.511 | 20 |
Vesturland og Vestfirðir | 11.165 | 15.184 | 36 | 109.239 | 132.868 | 22 |
Norðurland | 14.959 | 23.321 | 56 | 169.540 | 216.238 | 28 |
Austurland | 10.008 | 11.803 | 18 | 83.789 | 130.496 | 56 |
Suðurland | 31.696 | 42.269 | 33 | 340.550 | 464.380 | 36 |
Íslendingar | 31.257 | 32.353 | 4 | 329.775 | 345.901 | 5 |
Erlendir gestir | 187.749 | 241.348 | 29 | 2.137.265 | 2.804.832 | 31 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.