Gistinóttum á hótelum í mars fækkaði um 12% milli ára
Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 77.500 en voru 88.100 í sama mánuði árið 2007. Gistinóttum fækkaði því um rúm 12% milli ára, mest á Austurlandi (-22%), samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða (-21%) og Suðurlandi (-20%). Hlutfallslega fækkaði gistinóttum mest á Austurlandi, úr 2.700 í 2.100. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum úr 7.600 í 5.800 og á Suðurlandi úr 9.200 í 7.300. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum úr 64.300 í 56.900 eða um tæp 12%. Gistinóttum fjölgaði í mars á Norðurlandi um rúm 16% á milli ára, úr 4.600 í 5.400.
Fjölgun gistinátta á hótelum á Norðurlandi í mars má bæði rekja til Íslendinga (16%) og útlendinga (20%). Fækkun gistinátta á öðrum landsvæðum milli ára má bæði rekja til Íslendinga (-15%) og útlendinga (-11%).
Gistinóttum á hótelum fyrstu þrjá mánuði ársins fjölgaði um rúm 3% milli ára
Gistinætur á hótelum fyrstu þrjá mánuði ársins voru 211.778 en voru 204.755 á sama tímabili árið 2007. Fjölgun varð á Norðurlandi um rúm 10% og á höfuðborgarsvæðinu um rúm 9% milli ára. Fækkun varð á öllum öðrum landsvæðum mest á Austurlandi eða 24%, á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða um rúmlega 18% og á Suðurlandi ríflega 15%.
Fjölgun gistinátta fyrstu þrjá mánuði ársins nær bæði til Íslendinga, 7% og útlendinga, 2%.
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Tölur fyrir 2008 eru bráðabirgðatölur.
Talnaefni