Gistinætur á hótelum í mars voru 295.300 sem er 34% aukning miðað við mars 2015. Gistinætur erlendra gesta voru 89% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 37% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 18%.
Flestar gistinætur á hótelum í mars voru á höfuðborgarsvæðinu eða 205.500 sem er 30% aukning miðað við mars 2015. Um 70% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 43.200. Erlendir gestir með flestar gistinætur í mars voru: Bretar með 86.000, Bandaríkjamenn með 63.900 og Þjóðverjar með 20.300 gistinætur.
Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2015 til mars 2016 voru gistinætur á hótelum 3.043.700 sem er 26% aukning miðað við sama tímabil árið áður.
69,2% nýting herbergja á hótelum í mars 2016
Nýting herbergja var best á höfuðborgarsvæðinu í mars eða um 88,6%.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Mars | Apríl - mars | |||||
2015 | 2016 | % | 2014-2015 | 2015-2016 | % | |
Alls | 219.756 | 295.270 | 34 | 2.409.610 | 3.043.722 | 26 |
Höfuðborgarsvæði | 157.895 | 205.482 | 30 | 1.618.813 | 2.000.215 | 24 |
Suðurnes | 9.886 | 13.553 | 37 | 115.569 | 145.193 | 26 |
Vesturland og Vestfirðir | 6.975 | 9.924 | 42 | 104.217 | 127.197 | 22 |
Norðurland | 8.939 | 15.261 | 71 | 167.448 | 198.264 | 18 |
Austurland | 4.604 | 7.858 | 71 | 78.305 | 125.512 | 60 |
Suðurland | 31.457 | 43.192 | 37 | 325.258 | 447.341 | 38 |
Íslendingar | 30.284 | 35.798 | 18 | 337.469 | 337.572 | 0 |
Erlendir gestir | 189.472 | 259.472 | 37 | 2.072.141 | 2.706.150 | 31 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.