Gistinætur á hótelum í mars voru 352.600 sem er 17% aukning miðað við mars 2016. Gistinætur erlendra gesta voru 88% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 17% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 15%.
Flestar gistinætur á hótelum í mars voru á höfuðborgarsvæðinu eða 233.000 sem er 12% aukning miðað við mars 2016. Um 66% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 66.300. Erlendir gestir með flestar gistinætur í mars voru Bandaríkjamenn með 93.700, Bretar með 90.600 gistinætur og Þjóðverjar með 24.300, en íslenskar gistinætur í mars voru 42.000.
Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2016 til mars 2017 var heildarfjöldi gistinátta á hótelum 4.060.000 sem er 32% aukning miðað við sama tímabil árið áður.
73,3% nýting herbergja á hótelum í mars 2017
Herbergjanýting í mars 2017 var 73,3%, sem er aukning um 4,3 prósentustig frá mars 2016, þegar hún var 69,0%. Nýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu, eða um 91,1%.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Mars | Apríl - mars | |||||
2016 | 2017 | % | 2015-2016 | 2016-2017 | % | |
Alls | 301.331 | 352.572 | 17 | 3.073.445 | 4.059.894 | 32 |
Höfuðborgarsvæði | 208.087 | 232.987 | 12 | 2.007.474 | 2.548.505 | 27 |
Suðurnes | 14.520 | 20.897 | 44 | 156.075 | 229.379 | 47 |
Vesturland og Vestfirðir | 10.397 | 12.327 | 19 | 128.021 | 179.665 | 40 |
Norðurland | 15.516 | 16.491 | 6 | 198.519 | 287.018 | 45 |
Austurland | 3.206 | 3.549 | 11 | 80.425 | 108.864 | 35 |
Suðurland | 49.605 | 66.321 | 34 | 502.931 | 706.463 | 40 |
Íslendingar | 36.438 | 42.019 | 15 | 341.541 | 416.975 | 22 |
Erlendir gestir | 264.893 | 310.553 | 17 | 2.731.904 | 3.642.919 | 33 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2017 eru bráðabirgðatölur.
Samfara birtingu á gistinóttum á hótelum í mars 2017 er uppfærsla á töflum fyrir gistinætur á öðrum tegundum gististaða árið 2016. Unnið er að því að uppfæra tölur fyrir fyrri ár til samræmis við það að sveitarfélagið Höfn í Hornafirði telst nú með Suðurlandi, í stað Austurlands áður. Gert er ráð fyrir að sú uppfærsla klárist í maí.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.