FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 07. JANÚAR 2016

Gistinætur á hótelum í nóvember voru 203.600 sem er 28% aukning miðað við nóvember 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 88% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 36% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 7%.

Flestar gistinætur á hótelum í nóvember voru á höfuðborgarsvæðinu eða 159.700 sem er 29% aukning miðað við nóvember 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 21.800. Erlendir gestir með flestar gistinætur í nóvember voru; Bretar með 65.600, Bandaríkjamenn með 42.900 og Þjóðverjar með 13.300 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili desember 2014 til nóvember 2015 voru gistinætur á hótelum 2.763.400 sem er fjölgun um 21% miðað við sama tímabil ári fyrr.

57% nýting herbergja á hótelum í nóvember 2015
Nýting herbergja var best á höfuðborgarsvæðinu í nóvember eða um 77%.

Gistinætur á hótelum
  Nóvember   Desember - nóvember   
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
             
Alls 158.604 203.628 28 2.291.069 2.763.391 21
Höfuðborgarsvæði 124.189 159.664 29 1.538.546 1.817.797 18
Suðurnes 6.998 7.215 3 108.897 130.379 20
Vesturland og Vestfirðir 4.663 5.563 19 100.498 125.815 25
Norðurland 5.684 6.537 15 166.753 187.121 12
Austurland 1.942 2.829 46 79.990 104.776 31
Suðurland 15.128 21.820 44 296.385 397.503 34
             
Íslendingar 26.871 24.964 -7 336.889 317.316 -6
Erlendir gestir 131.733 178.664 36 1.954.180 2.446.075 25

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.