Gistinætur á hótelum í nóvember voru 298.300 sem er 44% aukning miðað við nóvember 2015. Gistinætur erlendra gesta voru 90% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 48% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 17%.
Flestar gistinætur á hótelum í nóvember voru á höfuðborgarsvæðinu eða 214.500 sem er 33% aukning miðað við nóvember 2015. Um 71% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 35.400. Erlendir gestir með flestar gistinætur í nóvember voru Bretar með 96.200 gistinætur, Bandaríkjamenn með 74.600 og Þjóðverjar með 18.300, en íslenskar gistinætur í nóvember voru 29.700.
Á tólf mánaða tímabili frá desember 2015 til nóvember 2016 voru gistinætur á hótelum 3.693.300 sem er 31% aukning miðað við sama tímabil árið áður og 2,5% aukning frá fyrri mánuði á gistinóttum yfir 12 mánaða tímabil.
68,1% nýting herbergja á hótelum í nóvember 2016
Herbergjanýting í nóvember 2016 var 68,1%, sem er aukning um 12,4 prósentustig frá nóvember 2015, þegar hún var 55,7%. Nýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu, eða um 90,9%.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Nóvember | Desember - nóvember | |||||
2015 | 2016 | % | 2014-2015 | 2015-2016 | % | |
Alls | 206.477 | 298.272 | 44 | 2.819.435 | 3.693.342 | 31 |
Höfuðborgarsvæði | 161.040 | 214.510 | 33 | 1.828.381 | 2.343.712 | 28 |
Suðurnes | 8.301 | 18.953 | 128 | 144.165 | 197.954 | 37 |
Vesturland og Vestfirðir | 5.538 | 8.348 | 51 | 123.882 | 169.005 | 36 |
Norðurland | 6.537 | 10.491 | 60 | 187.121 | 281.237 | 50 |
Austurland | 2.935 | 10.589 | 261 | 122.953 | 182.154 | 48 |
Suðurland | 22.126 | 35.381 | 60 | 412.933 | 519.280 | 26 |
Íslendingar | 25.308 | 29.666 | 17 | 323.529 | 381.894 | 18 |
Erlendir gestir | 181.169 | 268.606 | 48 | 2.495.906 | 3.311.448 | 33 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Vegna bættrar skráningar gistirýmis í gistináttagrunni Hagstofunnar hafa orðið smávægilegar breytingar á tölulegum upplýsingum um framboð og nýtingu gistirýmis á hótelum sem ná aftur til upphafs ársins 2015. Töflur á vef Hagstofunnar hafa verið leiðréttar til samræmis við þetta.