Gistinóttum á hótelum í október fjölgaði um 2,5% milli ára
Gistinætur á hótelum í október árið 2005 voru 86.100 en voru 84.000 árið 2004 (2,5% aukning). Eins og sl. 5 mánuði varð hlutfallslega mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 4.800 í 6.700 (39,3%). Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um tæp 7%, úr 9.500 í 10.200 milli ára. Gistinætur á hótelum á Norðurlandi voru 4.000 í október s.l en voru 3.800 árið 2004, sem er tæplega 5% aukning. Á höfuðborgarsvæðinu var 0,5% samdráttur , gistinátta fóru úr 63.150 í 62.850 . Á Austurlandi nam samdrátturinn rúmum 13% er gistinætur fóru úr 2.700 í 2.400.
Fjölgun gistinátta á hótelum í október árið 2005 er eingöngu vegna útlendinga, en þær fóru úr 63.200 í 66.100 milli ára (4,6%). Gistinóttum Íslendinga fækkaði um 4% á sama tíma, úr 20.800 í 20.000.
Athygli skal vakin á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið (í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann).
Tölur fyrir 2005 eru bráðabirgðatölur.