FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 05. DESEMBER 2005


Gistinóttum á hótelum í október fjölgaði um 2,5% milli ára
Gistinætur á hótelum í október árið 2005 voru 86.100 en voru 84.000 árið 2004 (2,5% aukning).  Eins og sl. 5 mánuði varð hlutfallslega mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 4.800 í 6.700 (39,3%).  Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um tæp 7%, úr 9.500 í 10.200 milli ára.  Gistinætur á hótelum á Norðurlandi voru 4.000 í október s.l en voru 3.800 árið 2004, sem er tæplega 5% aukning.  Á höfuðborgarsvæðinu var 0,5% samdráttur ,  gistinátta fóru úr 63.150 í 62.850 .  Á Austurlandi nam samdrátturinn rúmum 13% er gistinætur fóru úr 2.700 í 2.400.
Fjölgun gistinátta á hótelum í október árið 2005 er eingöngu vegna útlendinga, en þær fóru úr 63.200 í 66.100 milli ára (4,6%).  Gistinóttum Íslendinga fækkaði um 4% á sama tíma, úr 20.800 í 20.000.

Athygli skal vakin á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið (í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann). 

Tölur fyrir 2005 eru bráðabirgðatölur.
 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.