FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 30. NÓVEMBER 2016

Gistinætur á hótelum í október voru 332.600 sem er 37% aukning miðað við október 2015. Gistinætur erlendra gesta voru 88% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 38% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 27%.

Flestar gistinætur á hótelum í október voru á höfuðborgarsvæðinu eða 210.100 sem er 26% aukning miðað við október 2015. Um 63% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 49.900. Erlendir gestir með flestar gistinætur í október voru Bandaríkjamenn með 81.000, Bretar með 79.200 gistinætur og Þjóðverjar með 23.400, en íslenskar gistinætur í október voru 38.600.

Á tólf mánaða tímabili frá nóvember 2015 til október 2016 voru gistinætur á hótelum 3.600.400 sem er 30% aukning miðað við sama tímabil árið áður og 2,5% aukning frá fyrri mánuði á gistinóttum yfir 12 mánaða tímabil.

71,2% nýting herbergja á hótelum í október 2016
Herbergjanýting í október 2016 var 71,2%, sem er aukning um 10,4 prósentustig frá október 2015, þegar hún var 60,8%. Nýtingin var best á Suðurnesjum, eða um 86,3%. Herbergjanýting á höfuðborgarsvæðinu var 85,2%.

Gistinætur á hótelum
  Október   Nóvember - október  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Alls 242.985 332.591 37 2.771.562 3.600.395 30
Höfuðborgarsvæði 167.162 210.137 26 1.791.530 2.289.090 28
Suðurnes 13.380 24.290 82 142.862 187.302 31
Vesturland og Vestfirðir 8.311 10.852 31 123.007 166.195 35
Norðurland 12.311 22.676 84 186.268 277.283 49
Austurland 6.827 14.707 115 121.960 174.500 43
Suðurland 34.994 49.929 43 405.935 506.025 25
             
Íslendingar 30.437 38.626 27 325.092 377.132 16
Erlendir gestir 212.548 293.965 38 2.446.470 3.223.263 32

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Vegna bættrar flokkunar gististaða í gistináttagrunni Hagstofunnar hafa orðið smávægilegar breytingar á tölulegum upplýsingum um gistinætur á hótelum sem ná aftur til upphafs ársins 2016. Töflur á vef Hagstofunnar hafa verið leiðréttar til samræmis við þetta.


Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.