FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 27. OKTÓBER 2016

Gistinætur á hótelum í september voru 357.100 sem er 37% aukning miðað við september 2015. Gistinætur erlendra gesta voru 89% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 38% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 27%.

Flestar gistinætur á hótelum í september voru á höfuðborgarsvæðinu eða 199.600 sem er 30% aukning miðað við september 2015. Um 56% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 52.600. Erlendir gestir með flestar gistinætur í september voru Bandaríkjamenn með 100.800, Þjóðverjar með 42.600 og Bretar með 39.600 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili frá október 2015 til september 2016 voru gistinætur á hótelum 3.505.700 sem er 29% aukning miðað við sama tímabil árið áður og 2,7% aukning frá fyrri mánuði á gistinóttum yfir 12 mánaða tímabil.

80,0% nýting herbergja á hótelum í september 2016
Herbergjanýting í september 2016 var 80,0%, sem er aukning um 13,3 prósentustig frá september 2015, þegar hún var 66,7%. Nýtingin var best á Suðurnesjum, eða um 92,3%. Herbergjanýting á höfuðborgarsvæðinu var 87,2%.

Gistinætur á hótelum
  September   Október - september  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Alls 261.219 357.127 37 2.711.311 3.505.708 29
Höfuðborgarsvæði 153.844 199.599 30 1.752.888 2.244.031 28
Suðurnes 13.591 25.863 90 138.291 176.392 28
Vesturland og Vestfirðir 13.815 20.287 47 120.372 163.654 36
Norðurland 22.739 35.661 57 185.493 266.918 44
Austurland 15.572 23.091 48 118.866 165.541 39
Suðurland 41.658 52.626 26 395.401 489.172 24
             
Íslendingar 29.643 37.720 27 327.910 369.054 13
Erlendir gestir 231.576 319.407 38 2.383.401 3.136.654 32

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Vegna bættrar flokkunar gististaða í gistináttagrunni Hagstofunnar hafa orðið smávægilegar breytingar á tölulegum upplýsingum um gistinætur á hótelum sem ná aftur til upphafs ársins 2015. Töflur á vef Hagstofunnar hafa verið leiðréttar til samræmis við þetta.

Að lokum má nefna að fyrr í mánuðinum hóf Hagstofa Íslands birtingar á tölum frá Samgöngustofu um fjölda bílaleigubíla eftir skráningu og mánuðum. Þær tölur verða uppfærðar mánaðarlega og má nálgast þær á vef Hagstofunnar undir flokknum Hagvísar í ferðaþjónustu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.