Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 375.900, sem er 5% aukning frá sama mánuði árið áður. Um 64% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 240.900.
Um 88% gistinátta voru skráðar á erlenda ferðamenn, en erlendum gistinóttum fjölgaði um 6% frá mars í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 3%. Bandaríkjamenn gistu flestar nætur (99.000), síðan Bretar (86.200) og Þjóðverjar (21.800), en gistinætur Íslendinga voru 43.900.
Á tólf mánaða tímabili, frá apríl 2017 til mars 2018, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.299.800 sem er 6% aukning miðað við sama tímabil árið áður.
70% nýting herbergja á hótelum í mars
Herbergjanýting í mars 2018 var 70,1%, sem er lækkun um 4,3 prósentustig frá mars 2017 þegar hún var 74,4%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 8,3% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í mars var best á höfuðborgarsvæðinu, eða 84,7%.
Áætlun á heildarfjölda gistinátta fyrir allar tegundir gististaða í mars
Hagstofan áætlar að heildarfjöldi gistinátta á öllum tegundum skráðra gististaða hafi í mars verið um 606.600. Af þeim gistinóttum, sem eru áætlaðar af gististöðum skráðum í gistináttagrunn Hagstofunnar, má ætla að gistinætur erlendra gesta hafi verið um 540.800 og gistinætur Íslendinga um 65.800.
Auk hótela og gistiheimila er um að ræða s.s. farfuglaheimili, orlofshús, svefnpokagististaði, íbúða- og heimagistingu auk tjaldsvæða og skála í óbyggðum. Auk þess áætlar Hagstofan að fjöldi gistinátta í gegnum vefsíður á borð við AirBnB í mars hafi verið 107.000
Gistinætur á hótelum | ||||||
Mars | Apríl–mars | |||||
2017 | 2018 | % | 2017 | 2018 | % | |
Alls | 358.273 | 375.899 | 5 | 4.070.551 | 4.299.768 | 6 |
Höfuðborgarsvæði | 232.987 | 240.851 | 3 | 2.548.505 | 2.603.309 | 2 |
Suðurnes | 26.813 | 22.050 | -18 | 240.537 | 296.061 | 23 |
Vesturland og Vestfirðir | 12.327 | 14.379 | 17 | 179.665 | 194.095 | 8 |
Norðurland | 16.276 | 19.083 | 17 | 286.517 | 308.309 | 8 |
Austurland | 3.549 | 4.450 | 25 | 108.864 | 109.332 | 0 |
Suðurland | 66.321 | 75.086 | 13 | 706.463 | 788.662 | 12 |
Íslendingar | 45.259 | 43.936 | -3 | 420.573 | 418.873 | 0 |
Erlendir gestir | 313.014 | 331.963 | 6 | 3.649.978 | 3.880.895 | 6 |
Tölur fyrir 2017 og 2018 eru bráðabirgðatölur. Um þessar mundir fer fram vinna við endurskoðun á skiptingu gistinátta eftir þjóðerni ferðamanna. Þessi vinna hefur ekki áhrif á heildarfjölda gistinátta en gæti haft áhrif á hlutfall milli erlendra og innlendra ferðamanna.