Heildarfjöldi gistinátta í nóvember síðastliðnum stóð nánast í stað frá fyrra ári. Fjöldi gistinátta á hótelum jókst um 1% meðan herbergjanýting á hótelum var 58% og dróst hún saman um fimm prósentustig frá nóvember 2017. Á sama tíma hefur framboð á hótelherbergjum aukist um tæp tíu prósent.

Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum í nóvember síðastliðnum voru 542.000, en þær voru 544.000 í sama mánuði fyrra árs. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 351.200. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru 107.800 og um 83.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Heildarfjöldi gistinátta í nóvember dróst saman um 0,5% milli ára, þar af var 0,7% samdráttur á hótelum og gistiheimilum, 12,5% fjölgun á öðrum tegundum gististaða og 13% fækkun á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður. Einnig voru gistinætur erlendra ferðamanna um 6.000 í bílum utan tjaldsvæða og um 18.000 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða á öðrum stöðum þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu.

5% lækkun á herbergjanýtingu á hótelum í nóvember
Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 306.500 sem er 1% aukning frá sama mánuði árið áður. Um 67% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 205.000.

Herbergjanýting í nóvember 2018 var 57,6%, sem er lækkun um 5,1 prósentustig frá nóvember 2017 þegar hún var 62,7%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 9,8% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í nóvember var best á höfuðborgarsvæðinu, eða 77,2%.

Framboð og nýting hótelherbergja
  Herbergjafjöldi á hótelum í nóvember Herbergjanýting hótela í nóvember
  2017 2018 % 2017 2018 prst
Alls9.21710.1249,8%62,7%57,6%-5,1
Höfuðborgarsvæði4.8965.0944,0%80,5%77,2%-3,3
Suðurnes629628-0,2%59,7%58,3%-1,4
Vesturland og Vestfirðir49472546,8%32,3%24,4%-7,9
Norðurland9061.14025,8%26,5%24,1%-2,4
Austurland453394-13,0%12,8%12,4%-0,4
Suðurland1.8392.14316,5%54,5%48,9%-5,6

Um 88% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn eða 269.800, sem er nánast óbreyttur fjöldi frá sama mánuði fyrra árs. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (82.000), síðan Bretar (75.800) og Kínverjar (15.000) en gistinætur Íslendinga voru 36.700.

Á tólf mánaða tímabili, frá desember 2017 til nóvember 2018, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.460.000, sem er 5% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Gistinætur á hótelum
  Nóvember   Desember–nóvember  
  2017 2018 % 2016-2017 2017-2018 %
Alls304.696306.48314.260.4254.459.6355
Höfuðborgarsvæði209.989205.010-22.598.1452.603.3330
Suðurnes20.52619.445-5296.162312.3775
Vesturland og Vestfirðir8.3559.46413191.317243.48727
Norðurland12.07014.16117296.398319.1978
Austurland2.9622.502-16108.185101.789-6
Suðurland50.79455.90110770.218879.45214
Þjóðerni
Íslendingar33.91136.7208408.594454.77711
Erlendir gestir270.785269.76303.851.8314.004.8584

Gistinætur utan hefðbundinnar gistináttatalningar
Hagstofan birtir nú einnig áætlaðar tölur um gistinætur í október utan hefðbundinnar gistináttatalningar sem frestað var við síðustu birtingu. Áætlað er að gistinætur erlendra ferðamanna á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður hafi verið um 153.000 í október síðastliðnum og fjölgað um 18% frá árinu 2017. Einnig er áætlað að gistinætur í bílum utan tjaldsvæða í október hafi verið um 20.000 og fjöldi gistinátta í ógreiddri innigistingu um 25.000. Eftir yfirferð á gögnum og samanburð við upplýsingar um virðisaukaskattskylda veltu hefur fjöldi gistinátta í bílum utan gjaldskyldra tjaldsvæða árið 2017 verið endurmetinn og færður niður um 200.000 gistinætur frá fyrri áætlun. Hagstofan hefur ákveðið að leggja niður áætlun á fjölda íslenskra gistinátta á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður þar sem ekki eru forsendur til að meta hann út frá fyrirliggjandi gögnum.

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun á gistinóttum utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggist á niðurstöðum úr Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar, að teknu tilliti til upplýsinga um virðisaukaskattskylda veltu frá Airbnb og bílaleigum sem leggja áherslu á útleigu viðverubúinna húsbíla. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Talnaefni