Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum í september síðastliðnum voru 1.074.000, en þær voru 966.000 í sama mánuði árið áður. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 604.200, gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru 291.600, og 178.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Heildarfjöldi gistinátta í september jókst um 11% milli ára, þar af var 11% fjölgun á hótelum og gistiheimilum, 33% fjölgun á öðrum tegundum gististaða og 11% fækkun á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður.
Til viðbótar voru gistinætur erlendra ferðamanna 27.000 í bílum utan tjaldsvæða og 31.500 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða á öðrum stöðum þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu.
Verið er að yfirfara aðferðir við áætlun þeirra gistinátta sem metnar eru út frá Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands og gæti sú yfirferð haft áhrif á tölur bæði fyrir 2017 og 2018.
13% aukning gistinátta á hótelum í september Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 434.700, sem er 13% aukning frá sama mánuði árið áður. Um 52% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 227.500.
Um 92% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn eða 399.500. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (161.600), síðan Bretar (32.900) og Þjóðverjar (31.100), en gistinætur Íslendinga voru 35.100.
Á tólf mánaða tímabili, frá október 2017 til september 2018, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.423.400, sem er 5% aukning miðað við sama tímabil árið áður.
Gistinætur á hótelum | ||||||
September | Október–september | |||||
2017 | 2018 | % | 2016-2017 | 2017-2018 | % | |
Alls | 383.286 | 434.690 | 13 | 4.231.301 | 4.423.435 | 5 |
Höfuðborgarsvæði | 209.851 | 227.544 | 8 | 2.595.486 | 2.616.971 | 1 |
Suðurnes | 28.415 | 31.768 | 12 | 292.843 | 310.125 | 6 |
Vesturland og Vestfirðir | 21.724 | 29.839 | 37 | 185.410 | 223.234 | 20 |
Norðurland | 37.833 | 41.034 | 8 | 294.080 | 308.671 | 5 |
Austurland | 14.377 | 15.421 | 7 | 107.087 | 101.364 | -5 |
Suðurland | 71.086 | 89.084 | 25 | 756.395 | 863.070 | 14 |
Íslendingar | 33.443 | 35.149 | 5 | 405.764 | 455.300 | 12 |
Erlendir gestir | 349.843 | 399.541 | 14 | 3.825.537 | 3.968.135 | 4 |
77% nýting herbergja á hótelum í september Herbergjanýting í september 2018 var 77,0%, sem er hækkun um 1,1 prósentustig frá september 2017 þegar hún var 75,9%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 8,8% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í september var best á Suðurnesjum, eða 90,1%.
Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun á gistinóttum utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggist á niðurstöðum úr Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.
Tölur fyrir 2018 eru bráðabirgðatölur.
Talnaefni
Gistinætur
Hagvísar í ferðaþjónustu
Farþegar til landsins