Gistinætur á hótelum í ágúst voru 287.500 sem er 11% aukning miðað við ágúst 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 91% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 12% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 4%. Yfir tólf mánaða tímabil hefur fjöldi gistinátta aukist um 13%.
Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu um 157.800 sem er 3% aukning miðað við ágúst 2013. Næst flestar eru gistinætur á Suðurlandi eða um 49.900 og er aukningin þar um 37% á gistinóttum milli ára fyrir ágúst mánuð. Erlendir gestir með flestar gistinætur í ágúst voru; Þjóðverjar með rúmlega 49.000 gistinætur, Bandaríkjamenn um 44.600 og Bretar um 22.600.
Nýting herbergja á hótelum í ágúst 2014
Í ágúst mánuði var hæsta nýting herbergja á Suðurnesjum 94,1%, þar á eftir var nýting herbergja á Austurlandi um 91,5%.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Ágúst | September - ágúst | |||||
2013 | 2014 | % | 2012-2013 | 2013-2014 | % | |
Alls | 259.891 | 287.481 | 11 | 1.967.441 | 2.215.738 | 13 |
Höfuðborgarsvæði | 152.432 | 157.766 | 3 | 1.336.335 | 1.491.755 | 12 |
Suðurnes | 11.726 | 15.858 | 35 | 86.566 | 103.254 | 19 |
Vesturland og Vestfirðir | 15.114 | 17.042 | 13 | 81.852 | 94.209 | 15 |
Norðurland | 28.007 | 29.376 | 5 | 156.818 | 166.165 | 6 |
Austurland | 16.144 | 17.565 | 9 | 87.249 | 81.223 | -7 |
Suðurland | 36.468 | 49.874 | 37 | 218.621 | 279.132 | 28 |
Íslendingar | 28.030 | 26.816 | -4 | 325.520 | 345.815 | 6 |
Erlendir gestir | 231.861 | 260.665 | 12 | 1.641.921 | 1.869.923 | 14 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Talnaefni
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.