Gistinætur á hótelum í febrúar voru 160.400, en það er 13% aukning miðað við febrúar 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta en þeim fjölgaði um 25% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fækkaði hins vegar um 1%.


Gistinætur á hótelum
  Febrúar   Mars - Febrúar  
  2013 2014 % 2012-2013 2013-2014 %
Alls 141.767 160.370 13 1.698.592 2.097.609 23
Höfuðborgarsvæði 105.974 123.036 16 1.192.721 1.428.133 20
Suðurnes 5.313 7.392 39 67.861 93.165 37
Vesturland og Vestfirðir 5.347 4.866 -9 63.382 87.962 39
Norðurland 6.631 7.435 12 123.785 161.565 31
Austurland 3.748 2.863 -24 63.268 89.319 41
Suðurland 14.754 14.778 0 187.575 237.465 27
Íslendingar 25.121 24.902 -1 311.087 326.483 5
Erlendir gestir 108.070 135.468 25 1.387.505 1.677.961 21


Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni