Gistinætur á hótelum í mars voru 190.117 sem er 13% aukning miðað við mars 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 83% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 18% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 3%.


Gistinætur á hótelum
  Mars   Apríl  - Mars  
  2013 2014 % 2012-2013 2013-2014 %
Alls 167.544 190.117 13 1.878.798 2.120.806 13
Höfuðborgarsvæði 121.115 145.402 20 1.303.918 1.452.328 11
Suðurnes 7.021 6.964 -1 76.345 93.128 22
Vesturland og Vestfirðir 6.468 6.673 3 70.273 88.237 26
Norðurland 10.982 8.414 -23 143.270 159.107 11
Austurland 5.814 3.567 -39 75.349 87.142 16
Suðurland 16.144 19.097 18 209.643 240.864 15
Íslendingar 33.649 32.608 -3 314.189 343.744 9
Erlendir gestir 133.895 157.509 18 1.564.609 1.777.062 14

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni