Gistinætur á hótelum í desember voru 133.300 sem er 14% aukning miðað við desember 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 14% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 12%. Gistinóttum á hótelum árið 2014 fjölgaði um 13% frá fyrra ári.
Flestar gistinætur á hótelum í desember voru á höfuðborgarsvæðinu eða 108.800 sem er 17% aukning miðað við desember 2013. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 11.200. Erlendir gestir með flestar gistinætur í desember voru; Bretar 47.700, Bandaríkjamenn með 22.400, og Þjóðverjar með tæplega 5.900 gistinætur.
49% nýting herbergja á hótelum í desember 2014
Nýting herbergja í desember var best á höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 70%. Á Suðurnesjum var um 42% nýting á herbergjum. Nýting herbergja á árinu 2014 hefur aukist á flestum landsvæðum.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Desember | Janúar - desember | |||||
2013 | 2014 | % | 2013 | 2014 | % | |
Alls | 117.099 | 133.344 | 14 | 2.050.163 | 2.307.314 | 13 |
Höfuðborgarsvæði | 93.164 | 108.765 | 17 | 1.387.042 | 1.554.147 | 12 |
Suðurnes | 5.981 | 6.768 | 13 | 90.545 | 109.684 | 21 |
Vesturland og Vestfirðir | 2.212 | 2.456 | 11 | 87.470 | 100.742 | 15 |
Norðurland | 4.461 | 3.559 | -20 | 160.976 | 165.851 | 3 |
Austurland | 1.690 | 610 | -64 | 89.582 | 78.910 | -12 |
Suðurland | 9.591 | 11.186 | 17 | 234.548 | 297.980 | 27 |
Íslendingar | 19.121 | 21.400 | 12 | 341.039 | 339.168 | -1 |
Erlendir gestir | 97.978 | 111.944 | 14 | 1.709.124 | 1.968.146 | 15 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.