Gistinætur á hótelum í nóvember voru 160.300 sem er 16% aukning miðað við nóvember 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 83% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 24% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 10%. Yfir tólf mánaða tímabil hefur fjöldi gistinátta aukist um 13%.
Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu um 124.400 sem er 14% aukning miðað við nóvember 2013. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 16.200. Erlendir gestir með flestar gistinætur í nóvember voru; Bretar 46.400, Bandaríkjamenn með 29.400, og Þjóðverjar með tæplega 6.800 gistinætur.
Nýting herbergja á hótelum í nóvember 2014
Nýting herbergja í nóvember var best á höfuðborgarsvæðinu eða tæplega 85%. Á Suðurnesjum var um 48% nýting á herbergjum.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Nóvember | Desember - Nóvember | |||||
2013 | 2014 | % | 2012-2013 | 2013-2014 | % | |
Alls | 137.675 | 160.294 | 16 | 2.022.280 | 2.294.920 | 13 |
Höfuðborgarsvæði | 109.360 | 124.398 | 14 | 1.367.143 | 1.540.290 | 13 |
Suðurnes | 5.462 | 7.409 | 36 | 88.602 | 109.934 | 24 |
Vesturland og Vestfirðir | 3.529 | 4.663 | 32 | 86.200 | 100.498 | 17 |
Norðurland | 5.987 | 5.684 | -5 | 160.661 | 166.753 | 4 |
Austurland | 2.624 | 1.942 | -26 | 88.933 | 79.990 | -10 |
Suðurland | 10.713 | 16.198 | 51 | 230.741 | 297.455 | 29 |
Íslendingar | 29.821 | 26.894 | -10 | 342.023 | 338.051 | -1 |
Erlendir gestir | 107.854 | 133.400 | 24 | 1.680.257 | 1.956.869 | 16 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.