Gistinætur á hótelum í október voru 183.600 sem er 16% aukning miðað við október 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 82% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 23% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 7%. Yfir tólf mánaða tímabil hefur fjöldi gistinátta aukist um 14%.

Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu um 128.800 sem er 15% aukning miðað við október 2013. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 24.500 og hefur gistinóttum á Suðurlandi fjölgað um 40% samanborið við október 2013. Erlendir gestir með flestar gistinætur í október voru; Bretar 43.900, Bandaríkjamenn með rúmlega 23.600, og Þjóðverjar með rúmlega 9.300 gistinætur.

Nýting herbergja á hótelum í október 2014
Nýting herbergja í október var best á höfuðborgarsvæðinu eða tæplega 85%. Á Suðurnesjum var um 60% nýting á herbergjum.

Gistinætur á hótelum
  Október   Nóvember - Október    
  2013 2014 % 2012-2013 2013-2014 %
Alls 157.847 183.621 16 2.000.078 2.272.301 14
Höfuðborgarsvæði 111.706 128.781 15 1.348.817 1.525.252 13
Suðurnes 7.034 9.435 34 88.010 107.987 23
Vesturland og Vestfirðir 4.815 5.676 18 84.985 99.364 17
Norðurland 12.467 11.536 -7 162.140 167.056 3
Austurland 4.313 3.733 -13 88.229 80.672 -9
Suðurland 17.512 24.460 40 227.897 291.970 28
Íslendingar 36.180 33.499 -7 340.759 340.978 0
Erlendir gestir 121.667 150.122 23 1.659.319 1.931.323 16

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni