FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 04. SEPTEMBER 2015

Gistinætur á hótelum í júlí voru 351.700 sem er 17% aukning miðað við júlí 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 92% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 19% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 3%.

Flestar gistinætur á hótelum í júlí voru á höfuðborgarsvæðinu eða 193.200 sem er 18% aukning miðað við júlí 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 61.700. Erlendir gestir með flestar gistinætur í júlí voru; Þjóðverjar með 77.300, Bandaríkjamenn með 62.000 og Bretar með 32.200 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili ágúst 2014 til júlí 2015 voru gistinætur á hótelum 2.556.990 sem er fjölgun um 17% miðað við sama tímabil ári fyrr.

94,4% nýting herbergja á hótelum í júlí 2015
Nýting herbergja var best á Suðurlandi eða tæp 98,3%. Á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi og Vestfjörðum var nýting á herbergjum rúm 95%. Nýting hótelherbergja var lægst á Norðurlandi eða um 86,6%.

Gistinætur á hótelum
  Júlí   Ágúst - júlí  
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
             
Alls 299.419 351.652 17 2.186.174 2.556.990 17
Höfuðborgarsvæði 164.227 193.192 18 1.485.516 1.686.869 14
Suðurnes 14.872 15.855 7 99.122 124.884 26
Vesturland og Vestfirðir 19.528 22.261 14 92.865 114.836 24
Norðurland 31.321 35.083 12 163.694 175.478 7
Austurland 18.858 23.596 25 79.802 91.331 14
Suðurland 50.613 61.665 22 265.175 363.592 37
             
Íslendingar 25.717 24.911 -3 346.102 328.354 -5
Erlendir gestir 273.702 326.741 19 1.840.072 2.228.636 21

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.