Gistinætur á hótelum í apríl voru 155.930 sem er 18% aukning miðað við apríl 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 79% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 19% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 15%.

Gistinætur á hótelum
  Apríl   Maí  - Apríl  
  2013 2014 % 2012-2013 2013-2014 %
Alls 132.297 155.930 18 1.889.880 2.144.079 13
Höfuðborgarsvæði 100.570 116.227 16 1.311.638 1.467.975 12
Suðurnes 5.374 6.480 21 76.913 94.214 22
Vesturland og Vestfirðir 3.685 4.178 13 71.052 88.660 25
Norðurland 6.725 10.832 61 143.771 163.104 13
Austurland 4.169 2.513 -40 76.955 85.416 11
Suðurland 11.774 15.700 33 209.551 244.710 17
Íslendingar 28.545 32.876 15 317.464 348.075 10
Erlendir gestir 103.752 123.054 19 1.572.416 1.796.004 14


Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni