Gistinætur á hótelum í júní voru 285.100 sem er 19% aukning miðað við júní 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 90% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 20% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um tæp 10%.
Flestar gistinætur á hótelum í júní voru á höfuðborgarsvæðinu eða 162.800 sem er 16% aukning miðað við júní 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 47.600. Erlendir gestir með flestar gistinætur í júní voru; Þjóðverjar með 56.500, Bandaríkjamenn með 54.600 og Bretar með 26.900 gistinætur.
Á tólf mánaða tímabili júlí 2014 til júní 2015 voru gistinætur á hótelum 2.508.841 sem er fjölgun um 15% miðað við sama tímabil ári fyrr.
84,1% nýting herbergja á hótelum í júní 2015
Nýting herbergja var best á Suðurnesjum eða tæp 90%. Á höfuðborgarsvæðinu var ríflega 86% nýting á herbergjum. Nýting hótelherbergja var lægst á Norðurlandi eða um 75%.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Júní | Júlí-júní | |||||
2014 | 2015 | % | 2013-2014 | 2014-2015 | % | |
Alls | 239.802 | 285.128 | 19 | 2.172.190 | 2.508.841 | 15 |
Höfuðborgarsvæði | 140.868 | 162.800 | 16 | 1.482.287 | 1.662.003 | 12 |
Suðurnes | 12.540 | 15.569 | 24 | 98.385 | 123.901 | 26 |
Vesturland og Vestfirðir | 13.575 | 16.439 | 21 | 91.006 | 112.103 | 23 |
Norðurland | 23.383 | 25.563 | 9 | 162.903 | 171.720 | 5 |
Austurland | 12.421 | 17.158 | 38 | 79.413 | 86.371 | 9 |
Suðurland | 37.015 | 47.599 | 29 | 258.196 | 352.743 | 37 |
Íslendingar | 25.749 | 28.215 | 10 | 346.716 | 331.822 | -4 |
Erlendir gestir | 214.053 | 256.913 | 20 | 1.825.474 | 2.177.019 | 19 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.