Gistinætur á hótelum í maí voru 216.500 sem er 20% aukning miðað við maí 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 85% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 28% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fækkaði hins vegar um 12%.
Flestar gistinætur á hótelum í maí voru á höfuðborgarsvæðinu eða 138.800 sem er 13% aukning miðað við maí 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 31.200. Erlendir gestir með flestar gistinætur í maí voru Bandaríkjamenn með 39.500, Þjóðverjar með 31.900 og Bretar með 23.500 gistinætur.
Á tólf mánaða tímabili, júní 2014 til maí 2015, voru gistinætur á hótelum 2.463.500 sem er fjölgun um 14% miðað við sama tímabil ári fyrr.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Maí | Júní-maí | |||||
2014 | 2015 | % | 2013-2014 | 2014-2015 | % | |
Alls | 179.956 | 216.514 | 20 | 2.164.197 | 2.463.515 | 14 |
Höfuðborgarsvæði | 122.750 | 138.798 | 13 | 1.480.957 | 1.640.071 | 11 |
Suðurnes | 8.831 | 11.658 | 32 | 95.005 | 120.872 | 27 |
Vesturland og Vestfirðir | 7.713 | 11.165 | 45 | 90.124 | 109.239 | 21 |
Norðurland | 12.661 | 14.959 | 18 | 162.367 | 169.540 | 4 |
Austurland | 5.489 | 8.708 | 59 | 83.247 | 81.634 | -2 |
Suðurland | 22.512 | 31.226 | 39 | 252.497 | 342.159 | 36 |
Íslendingar | 35.838 | 31.427 | -12 | 350.727 | 329.356 | -6 |
Erlendir gestir | 144.118 | 185.087 | 28 | 1.813.470 | 2.134.159 | 18 |
63,5% nýting herbergja á hótelum í maí 2015
Nýting herbergja í maí var best á höfuðborgarsvæðinu eða um 77%. Á Suðurnesjum var herbergjanýting um 73%.
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.