Gistinætur á hótelum í júní voru 239.700 sem er 3% aukning miðað við júní 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 90% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 6% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 15%.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Júní | Júlí - júní | |||||
2013 | 2014 | % | 2012-2013 | 2013-2014 | % | |
Alls | 231.809 | 239.685 | 3 | 1.934.275 | 2.173.740 | 12 |
Höfuðborgarsvæði | 139.538 | 140.259 | 1 | 1.326.008 | 1.483.076 | 12 |
Suðurnes | 9.160 | 12.540 | 37 | 80.817 | 98.385 | 22 |
Vesturland og Vestfirðir | 12.693 | 13.575 | 7 | 75.627 | 90.422 | 20 |
Norðurland | 22.847 | 23.219 | 2 | 152.407 | 164.795 | 8 |
Austurland | 16.255 | 12.421 | -24 | 84.600 | 79.413 | -6 |
Suðurland | 31.316 | 37.671 | 20 | 214.816 | 257.649 | 20 |
Íslendingar | 29.760 | 25.157 | -15 | 324.750 | 346.812 | 7 |
Erlendir gestir | 202.049 | 214.528 | 6 | 1.609.525 | 1.826.928 | 14 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Talnaefni
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.