Gistinætur á hótelum í desember voru 181.900 sem er 36% aukning miðað við desember 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 89% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 44% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 3%.
Flestar gistinætur á hótelum í desember voru á höfuðborgarsvæðinu eða 146.600 sem er 35% aukning miðað við desember 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 19.300. Erlendir gestir með flestar gistinætur í desember voru; Bretar með 61.100, Bandaríkjamenn með 36.200 og Þjóðverjar með 12.100 gistinætur.
Á tólf mánaða tímabili janúar til desember 2015 voru gistinætur á hótelum 2.815.900 sem er 22% aukning miðað við sama tímabil árið áður.
47% nýting herbergja á hótelum í desember 2015
Nýting herbergja var best á höfuðborgarsvæðinu í desember eða um 66%.
Gistinætur á hótelum | ||||||
Desember | Janúar -Desember | |||||
2014 | 2015 | % | 2014 | 2015 | % | |
Alls | 133.344 | 181.871 | 36 | 2.307.314 | 2.811.893 | 22 |
Höfuðborgarsvæði | 108.765 | 146.580 | 35 | 1.554.147 | 1.855.612 | 19 |
Suðurnes | 6.768 | 7.847 | 16 | 109.684 | 131.458 | 20 |
Vesturland og Vestfirðir | 2.456 | 2.774 | 13 | 100.742 | 126.108 | 25 |
Norðurland | 3.559 | 4.475 | 26 | 165.851 | 188.037 | 13 |
Austurland | 610 | 895 | 47 | 78.910 | 105.061 | 33 |
Suðurland | 11.186 | 19.300 | 73 | 297.980 | 405.617 | 36 |
Íslendingar | 21.400 | 20.780 | -3 | 339.168 | 316.669 | -7 |
Erlendir gestir | 111.944 | 161.091 | 44 | 1.968.146 | 2.495.224 | 27 |
Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.