Gistinætur á hótelum í júlí voru 299.300 sem er 5% aukning miðað við júlí 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 91% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 6% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 2%.

Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu um 164.100 sem er 2% aukning miðað við júlí 2013. Næst flestar eru gistinætur á Suðurlandi eða um 50.600 og er aukningin þar um 16% á gistinóttum milli ára fyrir júlímánuð. Þau þjóðerni sem gistu flestar gistinætur í júlí eru Þjóðverjar tæplega 60.000 gistinætur, Bandaríkjamenn um 43.400 gistinætur og Bretar um 25. 400 gistinætur.    

Nýting herbergja og rúma á hótelum í júlí 2014
Núna er hægt að fylgjast með mánaðarlegri herbergjanýtingu og rúmanýtingu heilsárshótela eftir landsvæðum á heimasíðu Hagstofunnar. Í júlímánuði var hæsta nýting herbergja á Austurlandi 98,2%, þar á eftir var nýting herbergja á Vesturlandi og Vestfjörðum er um 95,1%.   

Gistinætur á hótelum
  Júlí    Ágúst - júlí  
  2013 2014 % 2012-2013 2013-2014 %
Alls 285.435 299.333 5 1.955.864 2.188.148 12
Höfuðborgarsvæði 160.998 164.141 2 1.332.899 1.486.421 12
Suðurnes 14.135 14.872 5 84.711 99.122 17
Vesturland og Vestfirðir 17.669 19.528 11 78.895 92.281 17
Norðurland 30.530 31.321 3 154.654 164.796 7
Austurland 18.469 18.858 2 86.440 79.802 -8
Suðurland 43.634 50.613 16 218.265 265.726 22
Íslendingar 26.331 25.761 -2 324.676 347.029 7
Erlendir gestir 259.104 273.572 6 1.631.188 1.841.119 13

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni