FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 06. NÓVEMBER 2013

Gistinætur á hótelum í september voru 166.900 sem er 5% aukning miðað við september 2012. Gistinætur erlendra gesta voru 79% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 1% frá sama tíma í fyrra en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 23%.

Á höfuðborgarsvæðinu voru 110.000 gistinætur á hótelum í september sem er fækkun um 1% frá sama mánuði í fyrra. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 7.500 gistinætur í september sem er um 34% aukning frá fyrra ári.  Á Suðurlandi voru  gistinætur 21.200 í september sem er aukning um 32% frá fyrra ári. Á Norðurlandi voru 15.200 gistinætur í september sem er um 18% aukning miðað við september 2012. Á Austurlandi og á Suðurnesjum voru gistinætur álíka margar og í september 2012 eða 7.400 á Austurlandi og 6.900 á Suðurnesjum.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 14% á fyrstu níu mánuðum ársins
Gistinætur á hótelum fyrstu níu mánuði ársins 2013 voru 1.644.808 til samanburðar við 1.448.773 fyrir sama tímabil árið 2012. Ef miðað er við sama tímabil árið 2012 þá hefur gistinóttum erlendra gesta hefur fjölgað um 14% á meðan gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 11%.

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.