FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 02. APRÍL 2007

Út er komið ritið Gistiskýrslur 2006 þar sem birtar eru niðurstöður gistináttatalningar Hagstofu Íslands fyrir árið 2006.

Þar kemur fram að Heildarfjöldi gistinátta var 2,5 milljónir árið 2006 sem er 10% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði frá árinu 2005 á öllum tegundum gististaða. Fjölgunin nam 10,1% á hótelum og gistiheimilum, 11,8% á svefnpokagististöðum, 11,4% á farfuglaheimilum, 10,3% á tjaldsvæðum, 10,1% í orlofshúsabyggðum, 6,6% í skálum í óbyggðum og 4,9% á heimagististöðum.  

Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum.  Aukningin var hlutfallslega mest á Suðurnesjum og nam 26,8%. Á Norðurlandi eystra fjölgaði gistinóttum um 13,9%, á höfuðborgarsvæðinu um 12,3%, á Austurlandi um 12% og á Norðurlandi vestra um 11,2%. Fjölgun gistinátta á Vesturlandi nam 7,4% og á Vestfjörðum 5,4%. Gistinætur á Suðurlandi nánast stóðu í stað því þar fjölgaði gistinóttum um 0,9%.


Gistiskýrslur 2006 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.