FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 24. FEBRÚAR 2021

Tekjur af erlendum ferðamönnum á 4. ársfjórðungi 2020 námu rúmum 8,3 milljörðum samanborið við 88,4 milljarða á sama tímabili árið 2019. Árið 2020 námu tekjur af erlendum ferðamönnum 117 milljörðum sem er 75% samdráttur frá fyrra ári þegar tekjurnar voru um 470 milljarðar.

Í janúar voru 10.460 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli sem er 93% fækkun samanborið við janúar í fyrra þegar brottfarir frá landinu voru 159 þúsund. Brottförum gesta með erlent ríkisfang fækkaði um 96% og Íslendinga um 84%.

Áætlaðar gistinætur á hótelum í janúar voru um 20 þúsund sem er fækkun um 93% samanborið við janúar 2020 þegar gistinætur voru ríflega 291 þúsund.

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, þjónustuviðskipti við útlönd, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðartölur frá Vegagerðinni og farþegatalningu Ferðamálastofu auk talna um farþega- og flughreyfingar frá ISAVIA.

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu febrúar 2021 Desember  Janúar - desember 
Gistinætur20192020 %2018-20192019-2020%
Gistinætur alls1444.81345.037-90%8.406.2912.961.416-65%
Hótel & gistiheimili356.34331.466-91%5.791.5151.943.517-66%
Gisting greidd gegnum vefsíður á borð við Airbnb.... .... 
Óskráðar gistinætur (bíla- og innigisting).... .... 
Aðrar tegundir skráðra gististaða288.47013.571-85%2.614.7761.017.899-61%
  Desember  Janúar - desember 
Framboð og nýting hótelherbergja20192020 %2018-20192019-2020 %
Gistinætur307.18621.277-93%4.533.0651.488.376-67%
Framboð hótelherbergja10.8896.288-42%.... 
Nýting51%7%-4565%25%-40
  Janúar  Febrúar - janúar 
Tilraunatölfræði - Gistinætur á hótelum2020 2021 (áætlað)2019-20202020-2021 %
Gistinætur á hótelum291.12820.000-93%4.552.1271.217.248-73%
– Íslendingar30.38416.000-47%445.291522.21017%
– Útlendingar260.7444.000-98%4.106.836695.038-83%
  4. ársfjórðungur    
Þjónustuviðskipti við útlönd (milljónir króna)20192020 % 2019 2020 %
Tekjur af erlendum ferðamönnum88.4218.319-91%469.948117.027-75%
– Farþegaflutningur með flugi26.5651.549-94%139.58430.553-78%
– Neysla / Ferðalög61.8566.770-89%330.36486.474-74%
  September - október  Október - september 
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum3 (m. króna)20192020 %2018-20192019-2020 %
Einkennandi greinar ferðaþjónustu109.80031.101-72%642.978321.554-50%
– Farþegaflutningar með flugi41.1439.919-76%230.684112.475-51%
– Þjónustustarfsemi tengd flutningum með flugi3.743817-78%22.9798.013-65%
– Rekstur gististaða17.6963.482-80%101.00944.062-56%
– Veitingasala og -þjónusta15.5869.534-39%93.74871.592-24%
– Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis)3.304183-95%17.4555.164-70%
– Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi)12.7511.041-92%79.76326.544-67%
– Nuddstofur, sólbaðsstofur, gufuböð o.þ.h.3.458298-91%19.9988.759-56%
– Leiga á tómstunda-, íþróttavörum og vélknúnum ökutækjum7.7345.217-33%49.91234.336-31%
– Farþegaflutningar á landi3.425442-87%22.0438.897-60%
– Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám959169-82%5.3841.715-68%
  Október  Meðalfjöldi starfandi nóvember - október
Fjöldi starfandi skv. skrám20192020 % 2018-2019 2019-2020 %
Einkennandi greinar ferðaþjónustu29.01415.802-46%30.27622.882-24%
– Flutningar með flugi4.4992.219-51%4.7383.636-23%
– Rekstur gististaða6.9362.854-59%6.9944.928-30%
– Veitingarekstur9.9677.171-28%10.2808.509-17%
– Ferðaskrifstofur, -skipuleggjendur ogbókunarþjónusta2.8451.047-63%2.9632.044-31%
  Febrúar  Meðalfjöldi mars - febrúar 
Bílaleigubílar420202021 % 2019-2020 2020-2021 %
Bílaleigubílar alls22.97917.498-24%24.49119.933-19%
Bílaleigubílar í umferð20.11212.512-38%22.73515.346-33%
Bílaleigubílar úr umferð2.8674.98674%1.7564.587161%
  Janúar  Febrúar - janúar 
Umferð á hringveginum520202021 % 2019-2020 2020-2021 %
Suðurland8.9628.447-6%176.346137.306-22%
Vesturland8.1098.3984%172.071142.555-17%
Norðurland3.8893.649-6%102.86276.950-25%
Austurland1.071927-13%27.08519.056-30%
  Janúar  Febrúar - janúar 
Talning farþegar úr landi620202021 % 2019-2020 2020-2021 %
Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll158.98610.460-93%2.597.536608.693-77%
– Erlent ríkisfang120.9184.362-96%1.968.016361.954-82%
– Íslenskt ríkisfang38.0686.098-84%608.86698.213-84%
  Janúar  Febrúar - janúar 
Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll720202021 % 2019-2020 2020-2021 %
Heildarfjöldi flughreyfinga4.2062.391-43%84.11643.402-48%
Heildarfarþegahreyfingar375.72322.462-94%7.081.3321.020.708-86%
– Brottfarir159.24810.460-93%2.589.047460.549-82%
– Komur152.51410.861-93%2.588.612456.301-82%
– Skiptifarþegar (Skiptifarþegar eru taldir tvisvar)63.9611.141-98%1.903.673103.858-95%

Taflan á pdf

1 Gisting greidd í gegnum vefsíður á borð við Airbnb og óskráðar gistinætur ekki meðtaldar í samtölum yfir 12 mánaða tímabil.
2 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir.
3 Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög erlendis, þ.e. er undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988). Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög á Íslandi, þ.e. er ekki undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988).
4 Skv. gögnum frá Samgöngustofu. Fjöldi er tekin fyrsta virka dag hvers mánaðar.
5 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið.
6 Skv. gögnum frá Ferðamálastofu.
7 Skv. gögnum frá ISAVIA, farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.