FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 14. MARS 2019

Áætlað er að ferðamenn sem gistu a.m.k. eina nótt á Íslandi hafi verið 89% af þeim erlendu farþegum sem taldir voru í gegnum öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í febrúar. Talið er að ferðamenn hafi verið ríflega 132 þúsund í febrúar og fækkað um 8% samanborið við febrúar 2018.

Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta skipti áætlaðar tölur um fjölda erlendra ferðamanna sem taldir eru í gegnum öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Talið er að sú fækkun sem hefur verið á erlendum farþegum í gegnum Keflavíkurflugvöll á fyrstu tveimur mánuðm þessa árs megi eingöngu rekja til fækkunar ferðamanna. Reiknað er með að sjálftengifarþegum og dagsferðamönnum hafi fækkað í sama hlutfalli og ferðamönnum en hins vegar hafi ferðum erlendra ríkisborgara búsettum á Íslandi til lengri eða skemmri tíma fjölgað samanborið við fyrra ár.

Fjöldi ferðamanna eru áætlaðir út frá brottförum erlendra farþega í gegnum vopnaleit og leiðrétt fyrir sjálfskiptifarþegum, dagsferðamönnum, erlendum ríkisborgurum með búsetu á Íslandi og erlendu skammtímavinnuafli. Hlutfall sjálfskiptifarþega og dagsferðamanna er áætlað út frá rannsókn sem framkvæmd var af ISAVIA á Keflavíkurflugvelli á árunum 2017-2018. Erlendum ríkisborgurum búsettum á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár, í þessari nálgun er gert ráð fyrir því að þessi hópur ferðist til jafns við Íslendinga sem búsettir eru hérlendis. Ferðir skammtímavinnuafls eru nálgaðar út frá staðgreiðsluskrá þar sem einstaklingar sem hvorki hafa ríkisborgararétt né lögheimili hérlendis, en koma fram á staðgreiðsluskrá, eru taldir og er dvalarlengd þeirra aðila nálguð út frá fjölda skipta sem viðkomandi einstaklingar fá greitt á Íslandi skv. staðgreiðsluskrá.

Auk áætlaðra upplýsinga um fjöla ferðamanna eru nú uppfærðar tölur um virðisaukaskattskylda veltu, fjölda launþega, gistingu, bílaleigubíla, umferð á vegum og umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Hótelgistinætur eftir landsvæðum

Myndin sýnir 12 mánaða breytingu fyrir tímabilið febrúar 2018 til janúar 2019 borið saman við sama tímabil árið áður

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu Janúar    Febrúar - janúar   
Gistinætur20182019  %2017-20182018-2019 %
Gistinætur alls597.055565.008 --5%10.966.52411.375.128 +4%
Hótel & gistiheimili336.409322.997 --4%5.581.4985.780.130 +4%
Gisting greidd gegnum vefsíður (t.d. Airbnb)111.000104.000 --6%1.900.0001.821.000 --4%
Óskráðar gistinætur (bíla- og innigisting)30.90022.000 --29%643.900552.000 --14%
Aðrar tegundir skráðra gististaða1118.746116.011 --2%2.841.1263.221.998 +13%
  Janúar    Febrúar - janúar   
Framboð og nýting hótelherbergja20182019   %2017-20182018-2019   %
Gistinætur290.456266.353 --8%4.272.4214.448.767 +4%
Framboð hótelherbergja9.4549.649 +2%110.715120.298 +9%
Nýting56%50% - 72%68% - 
  3. Ársfjórðungur   4. Ársfjórðungur - 3. ársfjórðungs
Þjónustujöfnuður (milljónir króna)20172018   %2016-20172017-2018  %
Tekjur af erlendum ferðamönnum188.701193.989 +3%495.608512.084 +3%
- Flug66.88469.511 +4%180.009182.207 +1%
- Neysla / Ferðalög121.817124.479 +2%315.599329.876 +5%
  Nóvember - desember    
Virðisaukaskattskyld velta20172018   %20172018  %
Velta alls (milljónir króna)91.75289.363 --3%642.129677.545 +6%
- Rekstur gististaða11.63912.761 +10%94.53898.033 +4%
- Farþegaflutningar með flugi38.81032.873 --15%270.271288.059 +7%
- Veitingasala- og þjónusta15.82916.243 +3%96.09899.073 +3%
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur13.29815.794 +19%102.177112.095 +10%
- Bílaleigur7.7727.783 +0%51.13452.297 +2%
- Farþegaflutningar á landi4.0553.577 --12%22.45222.630 +1%
- Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám348332 --5%5.4595.357 --2%
  Nóvember   Meðalfjöldi launþega desember - nóvember
Launþegar220172018   %2016-20172017-2018   %
Launþegar alls28.30028.800 +2%28.00828.667 +2%
- Farþegaflutningar með flugi4.6005.400 +17%4.6425.267 +13%
- Rekstur gististaða6.4006.500 +2%6.7176.808 +1%
- Veitingasala og -þjónusta11.70011.200 --4%10.75810.625 --1%
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur3.5003.800 +9%3.7083.867 +4%
- Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu2.8002.800  0%2.8422.842  0%
  Mars    Meðalfjöldi apríl - mars  
Bílaleigubílar320182019   %2017-20182018-2019   %
Bílaleigubílar alls23.34324.038 +3%24.13625.403 +5%
Bílaleigubílar í umferð20.13421.208 +5%22.13823.551 +6%
Bílaleigubílar úr umferð3.2092.830 --12%1.9981.852 --7%
  Febrúar    Mars - febrúar   
Umferð á hringveginum420182019   %2017-20182018-2019   %
Suðurland10.10411.673 +16%168.704182.091 +8%
Vesturland8.80810.765 +22%158.819167.512 +5%
Norðurland4.8905.340 +9%100.778104.074 +3%
Austurland1.2931.275 --1%26.18827.783 +6%
  Febrúar    Mars - febrúar   
Talning farþega úr landi20182019   %2017-20182018-2019  %
Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll5200.300189.579 --5%2.844.3652.966.301 +4%
- Erlent ríkisfang160.078149.004 --7%2.218.5762.296.337 +4%
- Þar af áætlaðir ferðamenn6142.953132.117 --8%1.992.5682.048.788 +3%
- Íslenskt ríkisfang40.22240.575 +1%625.789669.964 +7%
  Janúar    Febrúar - janúar   
Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll20182019   %2017-20182018-2019  %
Heildarfjöldi flughreyfinga (komur/brottfarir)6.2846.011 --4%94.59997.159 +3%
Heildarfarþegahreyfingar7569.332535.210 --6%8.830.8529.770.266 +11%

Tafla

1 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir
2 Tölur námundaðar að næsta hundraði
3 Skv. gögnum frá Samgöngustofu
4 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið
5 Skv. talningu frá Ferðamálastofu
6 Sjá nánar í frétt & talnagögnum
7 Farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir

Talnaefni:
Hagvísar í ferðaþjónustu
Þjónustujöfnuður
Tekjur af erlendum ferðamönnum

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.