FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 18. ÁGÚST 2022

Fjöldi starfandi samkvæmt skrám í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi var 29.067 í maí 2022 sem er 62% aukning samanborið við maí 2021. Á tólf mánaða tímabili frá júní 2021 til maí 2022 störfuðu að jafnaði um 24.701 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 17.440 fyrir sama tímabil árið áður.

Gistinætur á hótelum í júní voru rúmlega 496 þúsund samanborið við tæplega 191 þúsund í júní 2021. Gistinætur Íslendinga voru 91.388 í maí, eða 9% fleiri en í júní 2021 og gistinætur erlendra gesta voru 404.962 en voru um 107 þúsund í júní í fyrra.

Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2022 námu tæplega 115 milljörðum króna samanborið við 29,6 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021. Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2021 til júní 2022 voru tekjur af erlendum ferðamönnum 332 milljarðar króna samanborið við tæplega 79 milljarða fyrir sama tímabil ári fyrr.

Í júlí voru 299.473 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 140.972 í júlí 2021. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 234.190 samanborið við 109.935 í júlí í fyrra.

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, þjónustuviðskipti við útlönd, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, fjölda starfandi skv. skrám og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA.

Upplýsingar um umferð á hringveginum frá Vegagerðinni hafa ekki verið uppfærðar vegna bilana í teljurum. Hagstofan gefur ekki lengur út áætlun út frá fyrstu skilum fyrir gistinætur á hótelum.












Tafla á pdf

Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónsutu
Farþegar

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.