Fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi voru 28.214 í febrúar 2025 sem er 2% fækkun samanborið við febrúar 2024. Á tólf mánaða tímabili frá mars 2024 til febrúar 2025 störfuðu að jafnaði um 31.443 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 31.630 fyrir sama tímabil frá árinu áður.
Gistinætur á hótelum í febrúar 2025 voru 363.783 samanborið við 381.094 í febrúar 2024.
Í mars voru 210.630 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 229.997 í mars 2024. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 148.263 samanborið við 171.919 í mars 2024.
Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, fjölda starfandi skv. skrám, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð á hringveginum frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA.
Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Farþegar um Keflavíkurflugvöll
Meðal dagleg umferð á stofnvegum eftir mánuðum