FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 18. FEBRÚAR 2022

Fjöldi starfandi samkvæmt skrám í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi voru 24.924 í nóvember 2021 sem er 61% aukning samanborið við nóvember 2020. Á tólf mánaða tímabili frá desember 2020 til nóvember 2021 störfuðu að jafnaði um 19.887 í einkennandi greinum ferðaþjónustu í samanburði við rúmlega 22 þúsund fyrir sama tímabil árinu áður.

Áætlaðar gistinætur á hótelum í janúar eru tæplega 169 þúsund sem er 464% aukning borið saman við janúar 2020 þegar gistinætur á hótelum voru 29.938. Gistinætur Íslendinga eru áætlaðar 32.400 í janúar, eða 38% fleiri en í janúar 2020, og gistinætur erlendra gesta eru áætlaðar 136.400 samanborið við 6.403 á síðasta ári.

Í janúar voru 82.864 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 10.460 í janúar 2020. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 67.656 samanborið við 4.364 í janúar í fyrra.

















Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, fjölda starfandi skv. skrám, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum, auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA.

Tafla á pdf

Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónsutu
Farþegar

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.