Farþegum sem komu til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll í desember fækkaði um 10% og voru tæplega 169 þúsund samanborið við tæplega 187 þúsund í sama mánuði árið áður. Þar af fækkaði farþegum með erlent ríkisfang um 9% á meðan farþegum með íslenskt ríkisfang fækkaði um 12%.
Heildarfarþegafjöldi til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll árið 2019 dróst saman um 13% samanborið við 2018. Farþegum með erlent ríkisfang fækkaði úr rúmlega 2,3 milljónum í tæplega 2 milljónir, eða um 14%, á sama tíma og farþegum með íslenskt ríkisfang fækkaði um 9%, úr tæplega 670 þúsund í 610 þúsund.
Virðisaukaskattskyld velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu í september og október á síðasta ári nam 106 milljörðum króna. Lækkaði hún um 8% frá sama tímabili árið áður þegar hún nam 115 milljörðum. Lækkaði velta í öllum einkennandi greinum ferðaþjónustu á þessu tímabili. Velta bílaleiga lækkaði hlutfallslega mest, eða um 16% á meðan velta í farþegaflutningum á landi lækkaði um 11% og velta tengd farþegaflutningum með flugi lækkaði um 10%.
Sé virðisaukaskattskyld velta á tímabilinu nóvember 2018 til október 2019 borin saman við síðustu 12 mánuði þar áður lækkaði veltan um 9%, eða um 62 milljarða á milli ára. Á sama tímabili lækkaði velta tengd farþegaflutningum með flugi um 22%, eða um 64 milljarða.
Gistinóttum í nóvember fjölgaði um 4% borið saman við sama mánuð í fyrra, eða um rúmar 23 þúsund. Fjölgunina má rekja að mestu leyti til gistinótta á hótelum sem fjölgaði um rúmlega 16 þúsund á sama tímabili. Framboð hótelherbergja jókst einnig á sama tímabili um 7% á meðan nýtingarhlutfall þeirra stóð í stað.
Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur og virðisaukaskattskylda veltu í einkennandi greinum ferðaþjónustu. Auk þess eru uppfærðar tölur um bílaleigubíla frá Samgöngustofu og talningu farþega til landsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu.
Skammtímahagvísar ferðaþjónustu | Nóvember | Desember - nóvember | ||||
Gistinætur | 2018 | 2019 | % | 2017-2018 | 2018-2019 | % |
Gistinætur alls | 571.776 | 595.076 | 4% | 10.865.025 | 10.524.184 | -3% |
Hótel & gistiheimili | 366.966 | 381.834 | 4% | 5.843.079 | 5.788.505 | -1% |
Gisting greidd gegnum vefsíður á borð við Airbnb | 83.000 | 76.000 | -8% | 1.812.000 | 1.642.000 | -9% |
Óskráðar gistinætur (bíla- og innigisting) | 24.000 | 22.000 | -8% | 533.900 | 452.000 | -15% |
Aðrar tegundir skráðra gististaða1 | 97.810 | 114.242 | 17% | 2.676.046 | 2.641.679 | -1% |
Nóvember | Desember - nóvember | |||||
Framboð og nýting hótelherbergja | 2018 | 2019 | % | 2017-2018 | 2018-2019 | % |
Gistinætur | 306.768 | 323.036 | 5% | 4.471.098 | 4.432.879 | -1% |
Framboð hótelherbergja | 10.103 | 10.766 | 7% | 119.317 | 126.198 | 6% |
Nýting | 58% | 57% | -1 | 68% | 65% | -4 |
3. ársfjórðungur | 4. ársfjórðungur - 3. ársfjórðungs | |||||
Þjónustujöfnuður (milljónir króna) | 2018 | 2019 | % | 2017-2018 | 2018-2019 | % |
Tekjur af erlendum ferðamönnum | 194.412 | 169.678 | -13% | 511.966 | 484.702 | -5% |
- Flug | 69.426 | 49.297 | -29% | 182.138 | 147.230 | -19% |
- Neysla / Ferðalög | 124.985 | 120.381 | -4% | 329.828 | 337.472 | 2% |
September - október | Nóvember - október | |||||
Virðisaukaskattskyld velta2 | 2018 | 2019 | % | 2017-2018 | 2018-2019 | % |
Velta alls (milljónir króna) | 115.336 | 106.279 | -8% | 683.940 | 621.931 | -9% |
- Farþegaflutningar með flugi | 45.654 | 41.135 | -10% | 293.996 | 229.955 | -22% |
- Rekstur gististaða | 18.640 | 17.469 | -6% | 100.450 | 100.212 | 0% |
- Veitingasala og -þjónusta | 17.312 | 16.682 | -4% | 99.316 | 99.911 | 1% |
- Bílaleigur | 8.901 | 7.501 | -16% | 51.475 | 49.105 | -5% |
- Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis) | 3.430 | 3.257 | -5% | 16.460 | 16.458 | 0% |
- Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi) | 16.585 | 15.860 | -4% | 93.437 | 98.811 | 6% |
- Farþegaflutningar á landi | 3.845 | 3.443 | -11% | 23.426 | 22.183 | -5% |
- Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám | 970 | 931 | -4% | 5.384 | 5.291 | -2% |
Október | Meðalfjöldi launþega nóvember - október | |||||
Launþegar3 | 2018 | 2019 | % | 2017-2018 | 2018-2019 | % |
Launþegar alls | 28.900 | 26.300 | -9% | 28.941 | 27.525 | -5% |
- Farþegaflutningar með flugi | 5.600 | 4.300 | -23% | 5.200 | 4.700 | -10% |
- Rekstur gististaða | 6.900 | 6.800 | -1% | 7.000 | 6.900 | -1% |
- Veitingasala og -þjónusta | 10.600 | 9.600 | -9% | 10.800 | 10.200 | -6% |
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur | 3.800 | 3.600 | -5% | 3.800 | 3.800 | 0% |
- Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu | 2.800 | 2.600 | -9% | 2.800 | 2.600 | -7% |
Janúar | Meðalfjöldi febrúar - janúar | |||||
Bílaleigubílar4 | 2019 | 2020 | % | 2019 | 2020 | % |
Bílaleigubílar alls | 24.537 | 23.265 | -5% | 25.285 | 24.596 | -3% |
Bílaleigubílar í umferð | 21.544 | 20.525 | -5% | 23.358 | 22.817 | -2% |
Bílaleigubílar úr umferð | 2.993 | 2.740 | -8% | 1.927 | 1.779 | -8% |
Desember | Janúar - Desember | |||||
Umferð á hringveginum5 | 2018 | 2019 | % | 2018 | 2019 | % |
Suðurland | 11.365 | 10.593 | -7% | 180.170 | 177.518 | -1% |
Vesturland | 10.175 | 10.191 | 0% | 164.709 | 173.319 | 5% |
Norðurland | 4.748 | 4.359 | -8% | 103.317 | 103.440 | 0% |
Austurland | 1.214 | 1.156 | -5% | 27.771 | 27.123 | -2% |
Desember | Janúar - Desember | |||||
Talning farþega úr landi | 2018 | 2019 | % | 2018 | 2019 | % |
Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll6 | 186.853 | 168.850 | -10% | 2.984.018 | 2.597.536 | -13% |
- Erlent ríkisfang | 137.230 | 125.421 | -9% | 2.315.925 | 1.987.575 | -14% |
- Íslenskt ríkisfang | 49.623 | 43.429 | -12% | 668.093 | 609.961 | -9% |
Nóvember | Desember - nóvember | |||||
Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll | 2018 | 2019 | % | 2017-2018 | 2018-2019 | % |
Heildarfjöldi flughreyfinga (komur/brottfarir) | 6.880 | 6.812 | -1% | 98.635 | 88.312 | -10% |
Heildarfarþegahreyfingar7 | 629.189 | 435.339 | -31% | 8.668.594 | 7.887.792 | -9% |
- Brottfarir | 202.582 | 176.582 | -13% | 2.964.853 | 2.632.983 | -11% |
- Komur | 194.691 | 168.423 | -13% | 2.946.820 | 2.633.313 | -11% |
- Skiptifarþegar (Skiptifarþegar eru taldir tvisvar) | 230.640 | 90.334 | -61% | 3.861.273 | 2.126.689 | -45% |
1 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir
2 Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög erlendis, þ.e. er undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988). Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög á Íslandi, þ.e. er ekki undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988).
3 Tölur námundaðar að næsta hundraði
4 Skv. gögnum frá Samgöngustofu
5 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið
6 Skv. talningu frá Ferðamálastofu
7Farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir.
Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Þjónustujöfnuður
Tekjur af erlendum ferðamönnum