Í júní voru 242.420 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 56.164 í júní 2021. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 176.316 samanborið við 42.589 í júní í fyrra.
Gistinætur á hótelum í maí voru tæplega 328 þúsund samanborið við tæplega 103 þúsund í maí 2021. Gistinætur Íslendinga voru 69.550 í maí, eða 7% fleiri en í maí 2021 og gistinætur erlendra gesta voru 258.171 en voru um 38 þúsund í maí í fyrra.
Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð á hringveginum frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA.
Hagstofan gefur ekki lengur út áætlun út frá fyrstu skilum fyrir gistinætur á hótelum.
Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónsutu
Farþegar