Fjöldi ferðamanna í maí var rúmlega 111 þúsund og dróst saman um 24% í maí samanborið við maí 2018, eða um tæplega 36 þúsund ferðamenn. Er þetta mesti samdráttur erlendra ferðamanna og erlendra farþega innan sama mánaðar síðan talningar hófust. Næstmesti samdráttur í fjölda ferðamanna innan sama mánaðar var í apríl 2019 borið saman við apríl 2018, en þá fækkaði ferðamönnum um 25 þúsund og hlutfallsleg lækkun á milli ára var 19%. Í apríl var 5% samdráttur á heildargistinóttum miðað við sama mánuð árið áður. Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fækkaði um 4% á meðan gisting greidd í gegnum vefsíður á borð við Airbnb dróst saman um 18% sé miðað við apríl 2018. Nýting hótelherbergja lækkaði um fimm prósentustig á milli ára og var 49% í apríl 2019.

Launþegum í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu fækkaði um 5%, úr 27.300 í 25.900, sé mars síðastliðinn borinn saman við sama mánuð ári áður. Mest fækkun launþega átti sér stað í farþegaflutningum með flugi. Þar fækkaði starfsmönnum úr 4.700 í mars 2018 í 3.900 í mars 2019, eða um 18%.

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur og launþega í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu auk ferðamanna sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. Auk þess eru birtar uppfærðar tölur um bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðatölur frá Vegagerðinni, talning farþega til landsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu auk flughreyfinga samkvæmt gögnum frá ISAVIA.

Umferð um Lyngdalsheiði Umferðarþungi yfir Lyngdalsheiði, sem er partur af leiðinni um Gullna hringinn, hefur dregist saman um 6% á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við sömu mánuði síðasta árs. Að undanskyldum febrúar hefur umferð dregist saman alla mánuði ársins.

Í maí dróst ferðamannafjöldi saman um 24% miðað við maí 2018. Myndin sýnin þróun á ferðamannafjölda frá ársbyrjun 2015 Í maí dróst ferðamannafjöldi saman um 24% miðað við maí 2018. Myndin sýnin þróun á ferðamannafjölda frá ársbyrjun 2015.

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu Apríl    Maí - apríl   
Gistinætur20182019  %2017-20182018-2019 %
Gistinætur alls563.756535.594 --5%11.017.31010.862.428 --1%
Hótel & gistiheimili349.218336.314 --4%5.642.0365.799.555 +3%
Gisting greidd gegnum vefsíður (t.d. Airbnb)97.00080.000 --18%1.941.0001.827.000 --6%
Óskráðar gistinætur (bíla- og innigisting)28.00032.000 +14%646.900556.000 --14%
Aðrar tegundir skráðra gististaða189.53887.280 --3%2.787.3742.679.873 --4%
  Apríl    Maí - apríl   
Framboð og nýting hótelherbergja20182019   %2017-20182018-2019   %
Gistinætur280.446265.375 --5%4.300.7474.414.915 +3%
Framboð hótelherbergja9.71810.266 +6%113.514121.892 +7%
Nýting54%49% --570%66% --4
  4. ársfjórðungur    1. ársfjórðungur - 4. ársfjórðungs 
Þjónustujöfnuður (milljónir króna)20172018   %20172018  %
Tekjur af erlendum ferðamönnum95.557102.958 +8%501.919519.496 +4%
- Flug34.87534.847 -0%180.193182.164 +1%
- Neysla / Ferðalög60.68268.111 +12%321.726337.331 +5%
  Janúar - febrúar    Mars - febrúar  
Virðisaukaskattskyld velta20182019   %2017-20182018-2019  %
Velta alls (milljónir króna)85.73279.147 --8%650.842671.290 +3%
- Rekstur gististaða10.68710.620 --1%95.57798.068 +3%
- Farþegaflutningar með flugi38.69330.574 --21%275.446279.940 +2%
- Veitingasala- og þjónusta13.55213.484 --1%96.75499.218 +3%
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur13.21414.826 +12%102.919114.103 +11%
- Bílaleigur6.0995.815 --5%51.15751.656 +1%
- Farþegaflutningar á landi3.2253.505 +9%23.02923.381 +2%
- Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám263322 +22%5.4615.421 --1%
  Mars    Meðalfjöldi launþega apríl - mars 
Launþegar220182019   %2017-20182018-2019   %
Launþegar alls27.30025.900 --5%29.20029.300 +0%
- Farþegaflutningar með flugi4.7003.900 --16%4.8005.300 +11%
- Rekstur gististaða6.1006.000 --2%6.8006.800 -0%
- Veitingasala og -þjónusta10.3009.800 --5%10.90010.500 --3%
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur3.5003.600 +2%3.8003.900 +4%
- Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu2.7002.600 --7%2.9002.800 --3%
  Júní    Meðalfjöldi júlí - júní  
Bílaleigubílar320182019   %2017-20182018-2019   %
Bílaleigubílar alls25.91725.437 --2%24.71425.418 +3%
Bílaleigubílar í umferð24.74124.374 --1%22.66823.585 +4%
Bílaleigubílar úr umferð1.1761.063 --10%2.0461.834 --10%
  Maí    Júní - maí   
Umferð á hringveginum420182019   %2017-20182018-2019   %
Suðurland14.88115.486 +4%173.933180.529 +4%
Vesturland13.69115.112 +10%161.508160.309 --1%
Norðurland8.7798.573 --2%102.232104.268 +2%
Austurland2.4392.263 --7%26.59627.643 +4%
  Maí    Júní - maí   
Talning farþega úr landi20182019   %2017-20182018-2019  %
Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll5228.076183.278 --20%2.880.9092.886.028 +0%
- Erlent ríkisfang165.240126.309 --24%2.237.0742.227.277 -0%
- Þar af áætlaðir ferðamenn6147.575111.581 --24%2.006.0601.986.000 --1%
- Íslenskt ríkisfang62.83656.969 --9%643.835658.751 +2%
  Apríl    Maí - apríl   
Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll20182019   %2017-20182018-2019  %
Heildarfjöldi flughreyfinga (komur/brottfarir)9.2716.946 --25%96.55494.198 --2%
Heildarfarþegahreyfingar7649.973474.519 --27%9.009.5259.472.182 +5%

Tafla á pdf

1 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir
2 Tölur námundaðar að næsta hundraði
3 Skv. gögnum frá Samgöngustofu
4 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið
5 Skv. talningu frá Ferðamálastofu
6 Áætlaður fjöldi ferðamanna sem gista a.m.k eina nótt
7 Farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir

Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Þjónustujöfnuður
Tekjur af erlendum ferðamönnum
Farþegar og ferðamenn til landsins