Tekjur af erlendum ferðamönnum á fyrsta ársfjórðungi 2022 námu rúmlega 52 milljörðum króna samanborið við 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021. Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2021 til mars 2022 voru tekjur af erlendum ferðamönnum rúmlega 248 milljarðar króna samanborið við tæplega 57 milljarða fyrir sama tímabil ári fyrr.
Velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi var rúmlega 60,2 milljarðar króna í janúar til febrúar 2022 samkvæmt virðisaukaskattskýrslum sem er ríflega tvöfalt meiri velta en á sama tímabili í fyrra þegar hún var tæplega 27,2 milljarðar króna. Áætlaðar gistinætur á hótelum í apríl voru 290 þúsund samanborið við tæplega 50 þúsund í apríl 2021. Gistinætur Íslendinga eru áætlaðar 99.000 í apríl, eða 178% fleiri en í apríl 2021, og gistinætur erlendra gesta eru áætlaðar 191.000 en voru um 14 þúsund í apríl í fyrra.
Í apríl voru 389.967 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 18.868 í apríl 2021. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 102.788 samanborið við 5.785 í apríl í fyrra.
Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, þjónustuviðskipti við útlönd , veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð á hringveginum frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA.
Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónsutu
Farþegar