Í apríl fækkaði erlendum ferðamönnum um 19% en þá komu rúmlega 106 þúsund ferðamenn til landsins samanborið við 131 þúsund í apríl 2018. Farþegum með erlent ríkisfang fækkaði um rúmlega 27 þúsund milli ára. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er þetta mesta fækkun erlendra farþega milli sömu mánaða í tvo áratugi, eða svo langt sem gögn Hagstofu ná. Sambærileg fækkun milli sömu mánaða var í maí 2010 þegar erlendum farþegum fækkaði um rúm 18%. Þess má geta að í apríl 2010 var eldgos í Eyjafjallajökli sem lamaði flugumferð í Evrópu og varð til þess að um það bil 95.000 skipulögðum flugferðum á Íslandi og í Evrópu var aflýst. Þá fækkaði erlendum farþegum þó einungis um 6.300.

Umferð í gegnum Keflavíkuflugvöll í apríl 2019 dróst einnig verulega saman. Heildarfarþegahreyfingar drógust saman um 27% á milli ára, voru tæplega 475 þúsund í síðasliðnum apríl en 650 þúsund í apríl 2018. Heildarflughreyfingar, flugtök og lendingar, voru tæplega 7 þúsund í síðasta mánuði á meðan þær voru um 9.300 í apríl 2018. Þær drógust því saman um 25% á milli ára og eru sambærilegar því sem þær voru í apríl 2017 þegar þær voru um 6.800.

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, virðisaukaskattskylda veltu og launþega í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu auk ferðamanna til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. Auk þess eru birtar uppfærðar tölur um bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðatölur frá Vegagerðinni, talning farþega til landsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu auk flughreyfinga samkvæmt gögnum frá ISAVIA.

Farþegar og ferðamenn til landsins 2015-2019

Flughreyfingar á Keflavíkurflugvelli

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu Mars    Apríl - mars   
Gistinætur20182019  %2017-20182018-2019 %
Gistinætur alls733.099716.446 --2%11.057.68710.888.975 --2%
Hótel & gistiheimili469.906444.243 --5%5.657.6405.810.844 +3%
Gisting greidd gegnum vefsíður (t.d. Airbnb)129.000134.000 +4%1.940.0001.844.000 --5%
Óskráðar gistinætur (bíla- og innigisting)14.00022.000 +57%646.900552.000 --15%
Aðrar tegundir skráðra gististaða1120.193116.203 --3%2.813.1472.682.131 --5%
  Mars    Apríl - mars   
Framboð og nýting hótelherbergja20182019   %2017-20182018-2019   %
Gistinætur381.803374.545 --2%4.314.6504.431.751 +3%
Framboð hótelherbergja9.79110.213 +4%112.595121.432 +8%
Nýting70%66% --471%67% --4
  4. ársfjórðungur    1. ársfjórðungur - 4. ársfjórðungs 
Þjónustujöfnuður (milljónir króna)20172018   %20172018  %
Tekjur af erlendum ferðamönnum95.557102.958 +8%501.919519.496 +4%
- Flug34.87534.847 -0%180.193182.164 +1%
- Neysla / Ferðalög60.68268.111 +12%321.726337.331 +5%
  Janúar - febrúar    Mars - febrúar  
Virðisaukaskattskyld velta20182019   %2017-20182018-2019  %
Velta alls (milljónir króna)85.73279.147 --8%650.842671.290 +3%
- Rekstur gististaða10.68710.620 --1%95.57798.068 +3%
- Farþegaflutningar með flugi38.69330.574 --21%275.446279.940 +2%
- Veitingasala- og þjónusta13.55213.484 --1%96.75499.218 +3%
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur13.21414.826 +12%102.919114.103 +11%
- Bílaleigur6.0995.815 --5%51.15751.656 +1%
- Farþegaflutningar á landi3.2253.505 +9%23.02923.381 +2%
- Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám263322 +22%5.4615.421 --1%
  Febrúar    Meðalfjöldi launþega mars - febrúar 
Launþegar220182019   %2017-20182018-2019   %
Launþegar alls26.60026.200 --2%29.20029.400 +1%
- Farþegaflutningar með flugi4.5004.800 +7%4.8005.400 +13%
- Rekstur gististaða5.8005.800 --1%6.8006.800 +0%
- Veitingasala og -þjónusta10.2009.600 --5%10.90010.500 --3%
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur3.4003.500 +4%3.8003.900 +4%
- Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu2.7002.500 --6%2.9002.800 --2%
  Maí    Meðalfjöldi júní - maí  
Bílaleigubílar320182019   %2017-20182018-2019   %
Bílaleigubílar alls24.32424.468 +1%24.58625.458 +4%
Bílaleigubílar í umferð22.26622.422 +1%22.53823.615 +5%
Bílaleigubílar úr umferð2.0582.046 --1%2.0481.843 --10%
  Apríl    Maí - apríl   
Umferð á hringveginum420182019   %2017-20182018-2019   %
Suðurland13.96513.285 --5%172.872179.924 +4%
Vesturland12.88613.794 +7%161.219167.796 +4%
Norðurland7.2778.144 +12%101.844104.474 +3%
Austurland1.7331.864 +8%26.38027.819 +5%
  Apríl    Maí - apríl   
Talning farþega úr landi20182019   %2017-20182018-2019  %
Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll5200.324181.229 --10%2.850.0932.930.826 +3%
- Erlent ríkisfang147.551120.306 --18%2.217.8142.266.208 +2%
- Þar af áætlaðir ferðamenn6131.668106.245 --19%1.989.6882.021.994 +2%
- Íslenskt ríkisfang52.77360.923 +15%632.279664.618 +5%
  Apríl    Maí - apríl   
Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll20182019   %2017-20182018-2019  %
Heildarfjöldi flughreyfinga (komur/brottfarir)9.2716.946 --25%96.55494.198 --2%
Heildarfarþegahreyfingar7649.973474.519 --27%9.009.5259.472.182 +5%

Tafla á pdf formi

1 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir
2 Tölur námundaðar að næsta hundraði
3 Skv. gögnum frá Samgöngustofu
4 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið
5 Skv. talningu frá Ferðamálastofu
6 Áætlaður fjöldi ferðamanna sem gista a.m.k eina nótt
7 Farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir

Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Þjónustujöfnuður
Tekjur af erlendum ferðamönnum
Farþegar og ferðamenn til landsins