Launþegar í einkennandi greinum ferðaþjónustu voru 23.300 í janúar og hefur þeim fækkað um 11% samanborið við janúar 2019. Samdráttur launþega nær til allra atvinnugreina tengdum ferðaþjónustu en mest fækkun var í farþegaflutningi með flugi þar sem launþegum fækkaði um 24%.
Tekjur af erlendum ferðamönnum á 4. ársfjórðungi 2019 lækkuðu um 14%, úr 103 milljörðum króna í 86 milljarða borið saman við sama ársfjórðung 2018. Tekjur af flugi lækkuðu um 8 milljarða, eða 23%, á meðan neysla ferðamanna lækkaði um 6,5 milljarða, eða 9%, á sama tímabili. Sé árið 2019 í heild borið saman við árið 2018 lækkuðu tekjur á milli ára af erlendum ferðamönnum um 10%, eða um 50 milljarða, og er hægt að rekja lunga þeirrar lækkunar til 43 milljarða króna samdráttar í tekjum af flugi á milli ára.
Velta einkennandi greina ferðaþjónustu samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í nóvember og desember 2019 lækkaði um 8% samanborið við sama tímabil árið 2018. Velta í farþegaflutningum með flugi nam rúmum 31 milljarði á tímabilinu sem er 5% minna en í nóvember og desember 2018. Velta gististaða nam rúmum 11,5 milljörðum og dróst saman um 14% samanborið við sama tímabil 2018.
Árið 2019 nam velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu 615,5 milljörðum króna samanborið við 682 milljarða árið 2018. Þessa lækkun má að langstærstum hluta rekja til lægri veltu í farþegaflutningum milli landa með flugi sem var 60 milljörðum lægri árið 2019 en árið 2018.
Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, tekjur af erlendum ferðamönnum, veltu samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum og launþega í einkennandi greinum ferðaþjónustu. Auk þess eru birtar uppfærðar tölur um bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðatölur frá Vegagerðinni, talningu farþega til landsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu og tölur um farþega- og flughreyfingar frá ISAVIA.
Skammtímahagvísar ferðaþjónustu | Janúar | Febrúar - janúar | ||||
Gistinætur | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
Gistinætur alls | 522.110 | 509.027 | -3% | 10.861.922 | 10.482.876 | -3% |
Hótel & gistiheimili | 321.996 | 346.456 | 8% | 5.845.250 | 5.809.519 | -1% |
Gisting greidd gegnum vefsíður á borð við Airbnb | 104.000 | 61.000 | -41% | 1.809.000 | 1.577.000 | -13% |
Óskráðar gistinætur (bíla- og innigisting) | 19.000 | 14.500 | -24% | 521.000 | 450.500 | -14% |
Aðrar tegundir skráðra gististaða1 | 77.114 | 87.071 | 13% | 2.686.672 | 2.645.857 | -2% |
Janúar | Febrúar - janúar | |||||
Framboð og nýting hótelherbergja | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
Gistinætur | 272.066 | 291.582 | 7% | 4.454.480 | 4.543.661 | 2% |
Framboð hótelherbergja | 9.864 | 10.744 | 9% | 120.513 | 129.979 | 8% |
Nýting | 50,0% | 49,1% | -0,90 | 67,5% | 64,4% | -3,10 |
4. ársfjórðungur | 1. ársfjórðungur - 4. ársfjórðungs | |||||
Þjónustujöfnuður (milljónir króna) | 2018 | 2019 | % | 2018 | 2019 | % |
Tekjur af erlendum ferðamönnum | 102.961 | 88.554 | -14% | 519.369 | 469.866 | -10% |
- Flug | 34.839 | 26.831 | -23% | 182.103 | 139.189 | -24% |
- Neysla / Ferðalög | 68.121 | 61.724 | -9% | 337.267 | 330.677 | -2% |
Nóvember - desember | Janúar - desember | |||||
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum2 | 2018 | 2019 | % | 2018 | 2019 | % |
Velta alls (milljónir króna) | 90.280 | 83.114 | -8% | 682.326 | 615.606 | -10% |
- Farþegaflutningar milli landa með flugi | 32.873 | 31.177 | -5% | 288.059 | 228.344 | -21% |
- Rekstur gististaða | 13.309 | 11.501 | -14% | 101.766 | 98.686 | -3% |
- Veitingasala og -þjónusta | 16.491 | 16.291 | -1% | 100.150 | 99.986 | 0% |
- Bílaleigur | 7.577 | 6.550 | -14% | 51.380 | 48.078 | -6% |
- Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis) | 1.996 | 1.686 | -16% | 16.881 | 16.151 | -4% |
- Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi) | 13.971 | 12.361 | -12% | 95.641 | 97.345 | 2% |
- Farþegaflutningar á landi | 3.728 | 3.267 | -12% | 23.081 | 21.773 | -6% |
- Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám | 334 | 281 | -16% | 5.370 | 5.241 | -2% |
Janúar | Meðalfjöldi launþega febrúar - janúar | |||||
Launþegar3 | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
Launþegar alls | 26.100 | 23.300 | -11% | 29.007 | 26.991 | -7% |
- Farþegaflutningar með flugi | 5.000 | 3.800 | -24% | 5.361 | 4.340 | -19% |
- Rekstur gististaða | 5.800 | 5.600 | -5% | 6.983 | 6.867 | -2% |
- Veitingasala og -þjónusta | 9.900 | 9.000 | -9% | 10.688 | 10.013 | -6% |
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur | 3.600 | 3.200 | -10% | 3.881 | 3.804 | -2% |
- Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu | 2.500 | 2.300 | -7% | 2.817 | 2.615 | -7% |
Mars | Meðalfjöldi apríl - mars | |||||
Bílaleigubílar4 | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
Bílaleigubílar alls | 24.038 | 22.668 | -6% | 25.403 | 24.377 | -4% |
Bílaleigubílar í umferð | 21.208 | 20.049 | -5% | 23.551 | 22.638 | -4% |
Bílaleigubílar úr umferð | 2.830 | 2.619 | -7% | 1.852 | 1.739 | -6% |
Febrúar | Mars - febrúar | |||||
Umferð á hringveginum5 | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
Suðurland | 11.673 | 11.226 | -4% | 181.971 | 175.989 | -3% |
Vesturland | 10.765 | 10.154 | -6% | 167.512 | 171.459 | 2% |
Norðurland | 5.340 | 4.798 | -10% | 104.074 | 102.320 | -2% |
Austurland | 1.275 | 1.213 | -5% | 27.783 | 27.023 | -3% |
Febrúar | Mars - febrúar | |||||
Talning farþega úr landi | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll5 | 189.579 | 167.458 | -12% | 2.966.301 | 2.554.761 | -14% |
- Erlent ríkisfang | 149.004 | 133.001 | -11% | 2.296.337 | 1.952.013 | -15% |
- Íslenskt ríkisfang | 40.575 | 34.457 | -15% | 669.964 | 602.747 | -10% |
Febrúar | Mars - febrúar | |||||
Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll | 2019 | 2020 | % | 2018-2019 | 2019-2020 | % |
Heildarfjöldi flughreyfinga (komur/brottfarir) | 508.183 | 393.286 | -23% | 97.551 | 83.639 | -14% |
Heildarfarþegahreyfingar7 | 5.231 | 4.664 | -11% | 9.734.748 | 6.973.436 | -28% |
- Brottfarir | 191.349 | 167.496 | -12% | 2.955.211 | 2.565.194 | -13% |
- Komur | 199.190 | 170.198 | -15% | 2.940.244 | 2.559.620 | -13% |
- Skiptifarþegar (Skiptifarþegar eru taldir tvisvar) | 118.554 | 55.592 | -53% | 3.837.331 | 1.840.711 | -52% |
1 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir
2 Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög erlendis, þ.e. er undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988). Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög á Íslandi, þ.e. er ekki undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988).
3 Tölur námundaðar að næsta hundraði
4 Skv. gögnum frá Samgöngustofu
5 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið
6 Skv. talningu frá Ferðamálastofu
7 Farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir.
Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Þjónustujöfnuður
Tekjur af erlendum ferðamönnum