Fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi var 33.238 í september 2024 sem er 2% færri en í september 2023 þegar fjöldinn var 33.878. Á tólf mánaða tímabili frá október 2023 til september 2024 störfuðu að jafnaði um 31.483 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 30.967 fyrir sama tímabil frá árinu áður.
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi nam 233,7 milljörðum króna í júlí til ágúst sem er um það bil 1% aukning samanborið við sama tímabil 2023.
Gistinætur á hótelum í september 2024 voru 512.592 samanborið við 519.297 í september á síðasta ári. Frekari upplýsingar um gistinætur er að finna á vef Hagstofunnar undir flokknum Ferðaþjónusta.
Í október voru 268.179 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 260.912 í október 2023. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 212.867 samanborið við 202.979 í október 2023 sem er fjölgun farþega um 5% á milli ára.
Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, gistinætur, fjölda starfandi skv. skrám, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð á hringveginum frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA.
Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Farþegar um Keflavíkurflugvöll
Meðal dagleg umferð á stofnvegum eftir mánuðum