FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 20. NÓVEMBER 2025

Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi nam 235,1 milljarði króna í júlí til ágúst* sem er um það bil sama velta samanborið við sama tímabil 2024.

Gistinætur á hótelum í september 2025 voru 543.494 samanborið við 512.869 í september á síðasta ári. Gistinætur erlendra gesta voru 494.044 í september eða 6% fleiri en á sama tíma árið áður. Gistinætur Íslendinga voru 49.450, 28% færri en í fyrra. Frekari upplýsingar um gistinætur er að finna á vef Hagstofunnar undir flokknum Ferðaþjónusta.

Í október voru 256.305 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 268.179 í október 2024. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 199.689 samanborið við 212.867 í október 2024 sem er fækkun farþega um 6% á milli ára.

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum, gistinætur, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð á hringveginum frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA.

*Takmörkuð gögn bárust frá aðilum í farþegaflutningum með flugi og hefur það því tímabundin neikvæð áhrif á birta veltu í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi fyrir tímabilið júlí-ágúst 2025.








Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Gistinætur
Starfandi samkvæmt skrám

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.