FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 20. OKTÓBER 2020

Verulegur samdráttur hefur verið í fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll á síðustu mánuðum og í september var enn frekari samdráttur í farþegafjölda. Í september fóru 28.317 farþegar um flugvöllinn sem er samdráttur upp á um 96% samanborið við september 2019 þegar farþegarnir voru 644.303. Á 12 mánuðum hefur samdrátturinn verið um 65%, farið úr 7,9 milljónum farþegum í 2,8 milljónir.

Umferð um þjóðvegi landsins hefur einnig verið að dragast saman. Í september nam samdráttur í umferð um hringveginn um 20-50% í fjórðungum landsins samanborið við september 2019. Mestur var samdrátturinn á Austurlandi, eða um 49%, en minnstur á Vesturlandi eða 19%. Yfir 12 mánaða tímabil hefur samdráttur í umferð verið frá 12 til 24% á landinu.

Í ágúst var fjöldi starfandi samkvæmt skrám í einkennandi greinum ferðaþjónustu um 20 þúsund sem er 36% færri en á sama tíma árið 2019. Á 12 mánaða tímabili frá júlí til ágúst hefur meðalfjöldi starfandi minnkað um 18% samanborið við fyrra 12 mánaða tímabil.

Í ágúst fækkaði gistinóttum á hótelum úr 504 þúsund í 180 þúsund, eða um 64%, auk þess sem framboð hótelherbergja dróst saman um 21% og herbergjanýting minnkaði úr 83% í 36% á milli ára. Séu hótelgistinætur skoðaðar nánar kemur í ljós að 145% aukning varð á gistinóttum greiddum af Íslendingum í ágúst í ár borið saman við sama mánuð í fyrra. Í ágúst voru tæplega 94 þúsund íslenskar gistinætur sem er meira en ágústmánuði 2018 og 2019 samanlagt þegar þær voru um 38 þúsund hvort árið fyrir sig.

Íslendingar voru duglegir að ferðast innanlands í sumar og hafa hótelgistinætur aldrei verið fleiri en síðasta sumar. Maímánuður er þó undanskilinn en þá voru samgöngutakmarkanir ívið strangari en mánuðina á eftir.

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum og fjölda starfandi samkvæmt skrám. Auk þess eru birtar uppfærðar tölur um bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðartölur frá Vegagerðinni og farþegatalningu Ferðamálastofu auk talna um farþega- og flughreyfingar frá ISAVIA.

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu september 2020 Ágúst  September - ágúst 
Gistinætur20192020 %2018-20192019-2020%
Gistinætur alls¹1.253.825486.989-61%8.420.0275.080.443-40%
Hótel & gistiheimili725.927273.817-62%5.780.5823.586.634-38%
Gisting greidd gegnum vefsíður á borð við Airbnb240.00032.000-87%.... 
Óskráðar gistinætur (bíla- og innigisting)79.00020.000-75%.... 
Aðrar tegundir skráðra gististaða2527.898213.172-60%2.639.4451.493.809-43%
  Ágúst  September - ágúst 
Framboð og nýting hótelherbergja20192020 %2018-20192019-2020 %
Gistinætur504.455180.012-64%4.482.3882.835.180-37%
Framboð hótelherbergja11.2008.828-21%.... 
Nýting83%36%-4665%42%-23
  September 
Tilraunatölfræði - Gistinætur á hótelum 2019 (raun)   2020 (áætlað) %
Gistinætur á hótelum434.200  80.000 -82%
– Íslendingar37.485  62.000 65%
– Útlendingar396.721  18.000 -95%
  2. ársfjórðungur  3. ársfjórðungur - 2. ársfjórðungs
Þjónustuviðskipti við útlönd (milljónir króna)20192020 %2018-20192019-2020 %
Tekjur af erlendum ferðamönnum118.40211.724-90%508.852332.695-35%
– Farþegaflutningur með flugi36.4914.614-87%167.899100.403-40%
– Neysla / Ferðalög81.9117.109-91%340.953232.293-32%
  Maí - júní  Júlí - júní 
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum3 (m. króna)20192020 %2018-20192019-2020 %
Einkennandi greinar ferðaþjónustu112.59037.175-67%648.778483.015-26%
– Farþegaflutningar með flugi41.32313.766-67%251.632178.108-29%
– Rekstur gististaða18.4573.760-80%102.01376.341-25%
– Veitingasala og -þjónusta17.66812.763-28%100.15387.979-12%
– Bílaleigur9.7734.943-49%50.98239.681-22%
– Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis)3.20748-99%16.82211.355-32%
– Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi)17.4711.365-92%98.81069.477-30%
– Farþegaflutningar á landi3.469442-87%22.98516.336-29%
– Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám1.22288-93%5.3813.738-31%
  Ágúst  Meðalfjöldi starfandi september - ágúst
Fjöldi starfandi skv. skrám20192020 %2018-20192019-2020 %
Einkennandi greinar ferðaþjónustu31.06420.026-36%28.50623.475-18%
– Flutningar með flugi4.9153.527-28%4.7763.999-16%
– Rekstur gististaða og veitingarekstur18.93412.784-32%17.38014.495-17%
– Ferðaskrifstofur, -skipuleggjendur og bókunarþjónusta4.5092.424-46%3.9623.163-20%
  Október  Meðalfjöldi nóvember - október
Bílaleigubílar420192020 %2018-20192019-2020 %
Bílaleigubílar alls24.99419.100-24%299.211261.297-13%
Bílaleigubílar í umferð24.07515.251-37%276.986216.167-22%
Bílaleigubílar úr umferð9193.849319%22.22545.130103%
  September  Október - september 
Umferð á hringveginum520192020 %2018-20192019-2020 %
Suðurland16.78111.830-30%178.937148.784-17%
Vesturland15.90612.822-19%172.771151.572-12%
Norðurland10.6366.592-38%103.34582.925-20%
Austurland3.0721.575-49%27.06720.562-24%
  September  Október - september 
Talning farþegar úr landi620192020 %2018-20192019-2020 %
Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll233.35715.024-94%2.684.1501.147.406-57%
– Erlent ríkisfang183.65410.126-94%2.053.499880.764-57%
– Íslenskt ríkisfang49.7034.898-90%630.651266.641-58%
  September  Október - september 
Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll720192020 %2018-20192019-2020 %
Heildarfjöldi flughreyfinga7.2933.309-55%88.22254.475-38%
Heildarfarþegahreyfingar644.30328.317-96%7.883.1052.760.963-65%
– Brottfarir238.53215.060-94%2.705.2661.147.993-58%
– Komur223.61712.419-94%2.703.2861.127.959-58%
– Skiptifarþegar (Skiptifarþegar eru taldir tvisvar)182.154838-100%2.474.533485.011-80%

Taflan á pdf

1 Gisting greidd í gegnum vefsíður á borð við Airbnb og óskráðar gistinætur ekki meðtaldar í samtölum yfir 12 mánaða tímabil.
2 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir.
3 Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög erlendis, þ.e. er undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988). Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög á Íslandi, þ.e. er ekki undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988).
4 Skv. gögnum frá Samgöngustofu.
5 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið.
6 Skv. gögnum frá Ferðamálastofu.
7 Skv. gögnum frá ISAVIA, farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir.

Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Tilraunatölfræði um gistinætur
Starfandi í atvinnugreinum samkvæmt skrám
Tekjur af erlendum ferðamönnum

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.