FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 19. NÓVEMBER 2019

Virðisaukaskattskyld velta á tímabilinu júlí til ágúst á þessu ári, að undanskilinni veltu frá farþegaflutningum með flugi, er svo til óbreytt samanborið við sama tímabil í fyrra. Velta frá farþegaflutningum með flugi hefur hinsvegar dregist saman um tæpan fjórðung á þessu tímabili og lækkað úr 45 milljörðum árið 2018 í 36 milljarða árið 2019.

Virðisaukaskattskyld velta einkennandi greina ferðaþjónustu mars - ágúst

Launþegum í einkennandi greinum ferðaþjónustu fækkaði um 8% í september síðastliðnum samanborið við september í fyrra, eða um 2.600 launþega. Launþegum sem starfa við farþegaflutninga með flugi fækkaði um 21% á milli ára auk þess sem launþegum í veitingasölu- og þjónustu fækkaði um 8%. Launþegum í öðrum atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu fækkaði um 9%.

Meðalfjöldi launþega á tímabilinu frá apríl til september í ár var 28.450 og fækkaði þeim um 7% samanborið við sama tímabil í fyrra þegar þeir voru að meðaltali 30.700. Þar vegur þyngst fækkun launþega í farþegaflutningum með flugi, sem fækkaði um 19% á þessu tímabili. Séu launþegar í farþegaflutningum með flugi undanskildir hefur launþegum fækkað um 5% á ofangreindu tímabili.

Gistinætur í september voru 1.060 þúsund og drógust saman um 4% frá sama mánuði í fyrra þegar þær voru 1.100 þúsund. Fækkaði gistinóttum á öllum tegundum gististaða á milli ára en hlutfallslega dróst fjöldi óskráðra gistinótta (t.d. gisting greidd í gegnum vefsíður, bílagisting og ógreidd innigisting) saman um 7% á meðan gistinóttum á skráðum gististöðum fækkaði um tæplega 3%.

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur, virðisaukaskattskylda veltu og launþega í einkennandi greinum ferðaþjónustu. Auk þess eru birtar uppfærðar tölur um bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðatölur frá Vegagerðinni og talningu farþega til landsins samkvæmt Ferðamálastofu.

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu September  Október - september 
Gistinætur20182019 %2017-20182018-2019 %
Gistinætur alls1.100.4791.060.423-4%10.771.57110.545.034-2%
Hótel & gistiheimili606.240591.571-2%5.780.1875.771.4400%
Gisting greidd gegnum vefsíður (t.d. Airbnb)191.000180.000-6%1.801.0001.679.000-7%
Óskráðar gistinætur (í bílum og ógreidd innigisting)53.00048.000-9%524.900458.000-13%
Aðrar tegundir skráðra gististaða1250.239240.852-4%2.665.4842.636.594-1%
  September  Október - september 
Framboð og nýting hótelherbergja20182019 %2017-20182018-2019 %
Gistinætur431.415424.066-2%4.438.9374.401.177-1%
Framboð hótelherbergja10.35010.9916%117.723124.4816%
Nýting78%74%-469%65%-4
  2. ársfjórðungur  3. ársfjórðungur - 2. ársfjórðungs
Þjónustujöfnuður (milljónir króna)20182019 %2017-20182018-2019 %
Tekjur af erlendum ferðamönnum127.876119.032-7%506.028509.5711%
- Flug45.28736.321-20%179.596167.359-7%
- Neysla / Ferðalög82.58982.7110%326.660341.8565%
  Júlí - ágúst  September - ágúst 
Virðisaukaskattskyld velta220182019 %2017-20182018-2019 %
Velta alls (milljónir króna)166.226148.729-11%680.225630.513-7%
- Farþegaflutningar með flugi69.30452.167-25%295.601234.469-21%
- Rekstur gististaða28.50127.979-2%99.707101.3392%
- Veitingasala og -þjónusta19.55520.0162%98.692100.3672%
- Bílaleigur12.59412.122-4%50.19150.5241%
- Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis)3.3233.4233%15.91916.6294%
- Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi)25.24725.7572%91.53999.2958%
- Farþegaflutningar á landi5.5465.159-7%23.18522.560-3%
- Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám2.1572.106-2%5.3955.329-1%
  September  Meðalfjöldi launþega október - september
Launþegar320182019 %2017-20182018-2019 %
Launþegar alls30.80028.200-8%29.40028.400-3%
- Farþegaflutningar með flugi5.8004.600-21%5.1004.800-7%
- Rekstur gististaða7.6007.500-2%6.9006.800-1%
- Veitingasala og -þjónusta11.00010.000-8%10.80010.200-6%
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur4.1004.000-3%3.8003.9001%
- Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu3.0002.700-9%2.8002.700-6%
  Nóvember  Meðalfjöldi desember - nóvember
Bílaleigubílar420182019 %2017-20182018-2019 %
Bílaleigubílar alls25.74924.359-5%25.11524.818-1%
Bílaleigubílar í umferð23.84722.534-6%23.12522.972-1%
Bílaleigubílar úr umferð1.9021.825-4%1.9901.846-7%
  Október  Nóvember - október 
Umferð á hringveginum520182019 %2017-20182018-2019 %
Suðurland14.85714.263-4%178.809178.3440%
Vesturland13.24613.2530%162.951172.7786%
Norðurland7.5907.6471%102.618103.3641%
Austurland2.0472.0370%27.56427.058-2%
  Október  Nóvember - október 
Talning farþega úr landi20182019 %2017-20182018-2019 %
Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll5263.587219.948-17%2.972.7892.640.511-11%
- Erlent ríkisfang199.626162.977-18%2.308.5182.016.850-13%
- Þar af áætlaðir ferðamenn7.... .... 
- Íslenskt ríkisfang63.96156.971-11%664.271623.611-6%
  Október  Nóvember - október 
Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll20182019 %2017-20182018-2019 %
Heildarfjöldi flughreyfinga (komur/brottfarir)8.1917.293-11%98.63588.312-10%
Heildarfarþegahreyfingar8982.828646.415-34%8.668.5947.887.792-9%
- Brottfarir290.249238.532-18%2.938.5022.705.266-8%
- Komur269.986223.617-17%2.934.9012.703.286-8%
- Skiptifarþegar (Skiptifarþegar eru taldir tvisvar)422.593182.154-57%3.777.4462.472.255-35%

Tafla á PDF

1 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir
2 Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög erlendis, þ.e. er undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988). Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög á Íslandi, þ.e. er ekki undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988).
3 Tölur námundaðar að næsta hundraði
4 Skv. gögnum frá Samgöngustofu
5 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið
6 Skv. talningu frá Ferðamálastofu
7 Verið er að endurskoða aðferðafræði við útreikning á ferðamönnum til landsins
8 Farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir.

Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Þjónustujöfnuður
Tekjur af erlendum ferðamönnum

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.