Fréttatilkynning um fjölda gistinátta í febrúar sem birtist þann 1. apríl sl. hefur verið leiðrétt vegna villu í áætlun á heildarfjölda gistinátta. Veftöflur hafa verið uppfærðar með tilliti til þessa. Þetta hefur ekki áhrif á fjölda gistinátta á hótelum, en hefur áhrif á fjölda gistinátta á öðrum gististöðum (farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.s.frv.).

Gistinætur ferðamanna á gististöðum sem skráðir eru í gistináttagrunn Hagstofunnar voru um 519.000 í febrúar síðastliðnum, en þær voru um 526.000 í sama mánuði fyrra árs. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 418.000 og gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru um 101.000.

Fjöldi gistinátta á skráðum gististöðum í febrúar dróst því saman um 1,4% milli ára. Þar af var 1,6% samdráttur á hótelum og gistiheimilum meðan fjöldi gistinátta á öðrum tegundum gististaða stóð nánast í stað. Ekki eru birtar tölur um gistinætur í febrúar fyrir gistingu sem boðin er í gegnum vefsíður á borð við Airbnb að þessu sinni.Unnið er að því að birta þær með tölum um fjölda gistinátta í mars, þann 30. apríl nk.

Færri hótelgistinætur á suðvesturhorninu í febrúar en fleiri á landsbyggðinni
Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 343.700, sem er 3% fækkun frá sama mánuði árið áður. Samdráttur var í fjölda gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en fjölgun í öðrum landshlutum. Um 64% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, eða 218.400.

Á tólf mánaða tímabili, frá mars 2018 til febrúar 2019, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.439.300, sem er 3% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Gistinætur á hótelum
  Febrúar   Mars–febrúar  
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Alls353.140343.654-34.291.1204.439.2913
Höfuðborgarsvæði231.452218.406-62.595.6712.560.622-1
Suðurnes25.02121.740-13300.193303.1761
Vesturland og Vestfirðir11.08415.05036193.273251.26430
Norðurland15.36116.8119305.502323.2476
Austurland2.6293.27224108.431103.273-5
Suðurland67.59368.3751788.050897.70914
Þjóðerni
Íslendingar31.79330.293-5405.942453.60312
Erlendir gestir321.347313.361-23.885.1783.985.6883

Herbergjanýting í febrúar 2019 var 66,1%, sem er lækkun um 7,2 prósentustig frá febrúar 2018 þegar hún var 73,3%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 7,0% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í febrúar var best á höfuðborgarsvæðinu, eða 83,6%.

Framboð og nýting hótelherbergja
  Herbergjafjöldi á hótelum í febrúar Herbergjanýting hótela í febrúar
2018 2019 % 2018 2019 prst
Alls9.51610.1857,0%73,3%66,1%-7,2
Höfuðborgarsvæði4.9845.0852,0%90,3%83,6%-6,7
Suðurnes6346340,0%79,9%65,2%-14,6
Vesturland og Vestfirðir53376243,0%41,2%39,9%-1,2
Norðurland9551.17823,4%34,4%30,1%-4,3
Austurland3493490,0%16,1%19,6%3,5
Suðurland2.0612.1775,6%66,0%61,5%-4,5

Um 91% gistinátta á hótelum var skráð á erlenda ferðamenn, eða 313.400 sem er 2% færra en í febrúar 2018. Bretar voru með flestar gistinætur (104.600), þar á eftir koma Bandaríkjamenn (67.500) og Kínverjar (29.600) en gistinætur Íslendinga voru 30.300.

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun á gistinóttum utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggist á niðurstöðum úr Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar, að teknu tilliti til upplýsinga um virðisaukaskattskylda veltu frá Airbnb og bílaleigum sem leggja áherslu á útleigu viðverubúinna húsbíla. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Tölur fyrir 2019 eru bráðabirgðatölur.

Talnaefni