Komið hefur í ljós villa í birtum tölum um veltu greiðslukorta. Áður birtar tölur byggðu á villu í gögnum frá greiðslukortafyrirtækjum. Sú villa hefur nú verið leiðrétt.
Velta erlendra greiðslukorta í ágúst minnkaði um 2,7% frá fyrra ári. Í júlímánuði var lækkunin 0,7% samanborið við sama mánuð árið áður. Í þessum tölum hafa viðskipti við íslensk flugfélög verið tekin út úr veltunni, til að gefa betri mynd af eyðslu útlendinga á Íslandi.